Innlent

Búið að slökkva eldinn að Hólmaslóð 4

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi við Hólmaslóð 4 um fjögurleytið.
Frá vettvangi við Hólmaslóð 4 um fjögurleytið. Vísir/Aðalsteinn
Allt tiltækt lið slökkviliðs auk sjúkrabíla og starfsmanna lögreglu hefur verið sent að Hólmaslóð 4 úti á Granda í Reykjavík. Þar mun mikill eldur vera á efri hæð.

Útkallið barst til slökkviliðs 15:36 en ekki liggur fyrir hvort fólk sé innandyra.

Í húsinu eru nokkur fyrirtæki með skrifstofuaðstöðu og opnaði vefstofan Kosmos og Kaos meðal annars skrifstofu sína á neðri hæð hússins í sumar.

Uppfært klukkan 16:08

Búið er að ráða niðurlögum eldsins sem var á annarri hæð. Slökkviliðsbílar eru farnir af vettvangi en þeir fengu strax boð í annað útkall í Lækjarsmára í Kópavoga.

Reykkafarar fóru í húsið við Hólmaslóð en leita þurfti vel innanhúss enda voru menn ekki meðvitaðir hvers konar starfsemi vær þar.

Útkallið barst til lögeglu klukkan 15:36.mynd/ja.is
Á efri hæðinni munu hafa verið vinnustofur listamanna og því er talið líklegt að terpentína, málning og annað eldfimt hafi verið þar að finna.

Starfsmenn Kosmos og Kaos voru við störf þegar nágrannar bönkuðu upp á og bentu þeim að eldur væri kviknaður. Um töluvert mikinn eld mun hafa verið að ræða áður en slökkviliðið mætti á vettvang og slökkti.

Slökkviliðsmenn voru fljótir að slökkva eldinn.Vísir/Aðalsteinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×