Innlent

Búið að krota „Fasistar“ á Útlendingastofnun

Samúel Karl Ólason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Krotið á veggjum Útlendingastofnunar.
Krotið á veggjum Útlendingastofnunar. Mynd/Óskar Steinn
Óprúttnir aðilar hafa málað orðið „Fasistar“ utan á húsnæði Útlendingastofnunar að Skógarhlíð 6. Óskar Steinn Óskarsson tók myndirnar sem fylgja fréttinni og í samtali við Vísi sagðist hann hafa verið á ferðinni í Skógarhlíð þegar hann sá bíl keyra afar greitt í burtu.

Bíllinn hafi verið á það mikilli ferð að hann hafi orðið forvitinn og ákveðið að sjá var í gangi. Við blasti þessi áletrun.

Sjá einnig: Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar

Ákvörðun stofnunarinnar um að senda 27 einstaklinga sem sótt höfðu um dvalarleyfi, frá landi í nótt og í morgun hefur mætt mikilli gagnrýni og umtalsverði reiði. Um var að ræða fimm fjölskyldur; þrjár frá Makedóníu og tvær frá Albaníu. Fjölskyldurnar frá Albaníu hafa vakið hvað mesta athygli, en í báðum þeirra eru veik börn. Þá hefur einnig verið stofnaður undirskriftarlisti þar sem farið er fram á að Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, segi af sér.

Sjá einnig: „Ég er birtingarmynd málsins“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×