Innlent

Búið að kæra dreifingu á kynlífsmyndbandi sem var tekið upp á Austur

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögregla segir málið afar viðkvæmt.
Lögregla segir málið afar viðkvæmt. Vísir/Pjetur
Búið er að kæra dreifingu á myndbandi þar sem sjá má konu og karl hafa samfarir á opnum klósettbás á skemmtistaðnum Austur. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, staðfestir þetta í samtali við Vísi en fyrst var greint frá kærunni á vef Ríkisútvarpsins.

Kæran barst í dag en Árni vildi ekki gefa upp hver það var sem kærir eða þá hvort það voru fleiri en einn. Hann segir málið afar viðkvæmt og rannsókn lögreglu á frumstigi. Hann vildi engu svara þegar hann var spurður hvort einhver hefði verið yfirheyrður vegna málsins.



Vísir greindi frá því í vikunni
að myndbandið hefði verið tekið um síðastliðna helgi en það fór sem eldur um sinu í netheimum í vikunni.

Rætt var við Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara vegna málsins en hún sagði að um brot gæti verið að ræða samkvæmt persónuverndarlögum og að refsiákvæði hegningarlaga komi einnig til greina, svo sem um ærumeiðingar og svo hvort um blygðunarsemisbrot er að ræða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×