Innlent

Búið að bera kennsl á líkið sem fannst við Grandagarð

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá störfum lögreglu á vettvangi í morgun.
Frá störfum lögreglu á vettvangi í morgun.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur borið kennsl á líkið sem fannst við Grandagarð í Reykjavík og hafa aðstandendur verið látnir vita. Lík karlmannsins fannst í skurði, sem hafði verið grafinn í tengslum við framkvæmdir á svæðinu, um klukkan átta í morgun. Var maðurinn Íslendingur á sjötugsaldri.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ekki sé grunur um að dauða mannsins hafi borið að með saknæmum hætti og að líklega hafi verið um slys að ræða. Krufning muni skera úr um dánarorsök.

Vísir/Loftmyndir ehf.

Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×