Buffon kominn međ flestar mínútur í búningi Juventus

 
Fótbolti
23:30 19. MARS 2017
Buffon hefur séđ marga leikmenn koma og fara á tíma sínum hjá Juventus.
Buffon hefur séđ marga leikmenn koma og fara á tíma sínum hjá Juventus. VÍSIR/GETTY
Guđmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Enginn hefur leikið fleiri mínútur fyrir Juventus í efstu deild en markvörðurinn Gianluigi Buffon.

Þegar dómarinn flautaði leik Sampdoria og Juventus af í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag var Buffon kominn með 39.681 mínútu í búningi Juventus í deildinni. Það er meira en nokkur annar leikmaður þessa mikla stórveldis.

Buffon gekk til liðs við Juventus frá Parma árið 2001 og hafa meiðsli ekki haldið honum oft utan vallar á árunum 16 fyrir félagið.

Það sem helst setti strik í reikninginn var árið 2006-7 þegar Juventus lék í B-deildinni eftir að hafa verið dæmt niður um deild.

Það styttist í að Buffon leiki 500. leik sinn fyrir félagið og allt bendir til þess að hann hampi ítalska meistaratitlinum í áttunda sinn í vor.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Buffon kominn međ flestar mínútur í búningi Juventus
Fara efst