Innlent

Búfé og gróður ættu að sleppa úr öskunni

Sauðfé í hættu Mikil þrengsli í fjárhúsum gætu leitt til sjúkdóma.
Sauðfé í hættu Mikil þrengsli í fjárhúsum gætu leitt til sjúkdóma.
„Það er erfitt að segja til um þetta núna því það er ekki búið að fá niðurstöður um hversu mikið sé af flúor og slíku í öskunni,“ segir Jón V. Jónmundsson sauðfjárræktarráðunautur um áhrif öskunnar úr Grímsvötnun og búfé og gróður.

Fram kom í gær að fyrstu athuganir bentu til þess að ekki sé mikill flúor í öskunni. Jón segir reynsluna frá gosinu í Eyjafjallajökli þá að áhrifin á gróður hafi frekar verið jákvæð en hitt. Hvað sauðfé varði sé hins vegar slæmt að setja þurfi það í hús eftir að ærnar eru bornar. „Spurningin er fyrst og fremst um að þetta verði ekki langur tími. Að þrengja þannig að fé býður heim hættunni á sjúkdómum og öðru slíku.“ - gar



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×