Bubbi hefur selt fleiri en 320 þúsund plötur 9. ágúst 2011 09:19 „Ég held að það sé hægt að fullyrða að þetta sé einstakur árangur," segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu og stjórnarmaður í félagi hljómplötuframleiðenda. Sólóplötur Bubba Morthens hafa selst í meira en 320 þúsund eintökum frá 17. júní árið 1980 þegar Ísbjarnarblús kom út, samkvæmt upplýsingum frá Senu og útreikningum Fréttablaðsins. Dögun, frá árinu 1987, er mest selda platan, en hún hefur selst í um 26 þúsund eintökum. Fast á hæla hennar fylgir Frelsi til sölu, sem hefur selst í um 22.000 eintökum frá því að hún kom út árið 1986. Árangurinn er sérstaklega skemmtilegur í ljósi þess að Íslendingar eru í dag rétt tæplega 320 þúsund talsins. Tónlistarspekingurinn og blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen efast um að annar eins poppari eigi eftir að stíga fram á sjónarsviðið á Íslandi. „Þetta er ótrúlegt," segir Arnar. „Allar þjóðir virðast eiga sinn Bubba, þar sem allir, háir sem lágir, latte-lepjandi hippsterar sem og harðvinnandi stáliðnaðarmenn, þekkja lögin. Geta sungið með í tugum þeirra. Þessir menn virðast hitta á einhvern þjóðarpúls sem er sameiginlegur öllum. Bubbi er Ísland. Eins og lýsi og lopapeysa." Arnar játar að Bubbi verði í raun eilífur í gegnum tónlist sína, enda eigi hann tugi sígildra laga, sem standast tímans tönn. „Þá nær lag eins og Aldrei fór ég suður langt út fyrir Ísland. Frábær textinn talar alþjóðlegt tungumál, Springsteen hefði ekki getað gert betur," segir hann. Bubbi Morthens var í laxveiði þegar Fréttablaðið náði í hann. Spurður hvort hann hafi búist við að selja 320 þúsund plötur þegar hann sendi frá sér Ísbjarnarblús fyrir 30 árum er svarið einfalt: „Nei, nei, nei. Ég man að ég var rosa impóneraður þegar þúsund eintök voru seld af Ísbjarnarblús. Mér fannst það rosalegt," segir hann. „Þetta er auðvitað árangur sem er með ólíkindum. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er frumsamin tónlist." Plötur Bubba hafa selst misjafnlega vel, en sú nýjasta, Ég trúi á þig, rýkur út og hefur selst í tæplega 4.000 eintökum í dag. Bubbi segist vera langt frá því að vera hættur og telur lykilinn að þessum magnaða árangri vera að hann sé stöðugt á tánum og ögri sjálfum sér. „Hættan í þessu eins og svo mörgu öðru er að finnast þú vera kominn á örugga hillu," segir hann. „Þá er kominn tími til að tala við nána vini og biðja um hjálp." Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
„Ég held að það sé hægt að fullyrða að þetta sé einstakur árangur," segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu og stjórnarmaður í félagi hljómplötuframleiðenda. Sólóplötur Bubba Morthens hafa selst í meira en 320 þúsund eintökum frá 17. júní árið 1980 þegar Ísbjarnarblús kom út, samkvæmt upplýsingum frá Senu og útreikningum Fréttablaðsins. Dögun, frá árinu 1987, er mest selda platan, en hún hefur selst í um 26 þúsund eintökum. Fast á hæla hennar fylgir Frelsi til sölu, sem hefur selst í um 22.000 eintökum frá því að hún kom út árið 1986. Árangurinn er sérstaklega skemmtilegur í ljósi þess að Íslendingar eru í dag rétt tæplega 320 þúsund talsins. Tónlistarspekingurinn og blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen efast um að annar eins poppari eigi eftir að stíga fram á sjónarsviðið á Íslandi. „Þetta er ótrúlegt," segir Arnar. „Allar þjóðir virðast eiga sinn Bubba, þar sem allir, háir sem lágir, latte-lepjandi hippsterar sem og harðvinnandi stáliðnaðarmenn, þekkja lögin. Geta sungið með í tugum þeirra. Þessir menn virðast hitta á einhvern þjóðarpúls sem er sameiginlegur öllum. Bubbi er Ísland. Eins og lýsi og lopapeysa." Arnar játar að Bubbi verði í raun eilífur í gegnum tónlist sína, enda eigi hann tugi sígildra laga, sem standast tímans tönn. „Þá nær lag eins og Aldrei fór ég suður langt út fyrir Ísland. Frábær textinn talar alþjóðlegt tungumál, Springsteen hefði ekki getað gert betur," segir hann. Bubbi Morthens var í laxveiði þegar Fréttablaðið náði í hann. Spurður hvort hann hafi búist við að selja 320 þúsund plötur þegar hann sendi frá sér Ísbjarnarblús fyrir 30 árum er svarið einfalt: „Nei, nei, nei. Ég man að ég var rosa impóneraður þegar þúsund eintök voru seld af Ísbjarnarblús. Mér fannst það rosalegt," segir hann. „Þetta er auðvitað árangur sem er með ólíkindum. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er frumsamin tónlist." Plötur Bubba hafa selst misjafnlega vel, en sú nýjasta, Ég trúi á þig, rýkur út og hefur selst í tæplega 4.000 eintökum í dag. Bubbi segist vera langt frá því að vera hættur og telur lykilinn að þessum magnaða árangri vera að hann sé stöðugt á tánum og ögri sjálfum sér. „Hættan í þessu eins og svo mörgu öðru er að finnast þú vera kominn á örugga hillu," segir hann. „Þá er kominn tími til að tala við nána vini og biðja um hjálp."
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira