Körfubolti

Brynjar: Markmiðið var alltaf að ná í þann þriðja í röð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brynjar var frábær í lokaúrslitunum.
Brynjar var frábær í lokaúrslitunum. vísir/ernir
„Maður er bara í ákveðnu spennufalli núna og maður á kannski eftir að átta sig á þessu,“ segir Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, eftir leikinn við Hauka í kvöld.

KR-ingar unnu í kvöld sinn 15. Íslandsmeistaratitil þegar liðið vann Hauka, 84-70, á Ásvöllum í Hafnarfirði. Liðið vann því einvígið 3-1.

„Maður á eftir að átta sig á þessu jafnt og þétt. Þetta er búið að vera stórkostlegur vetur, en samt mikið búið að ganga á. Við missum Pavel og Helga í meiðsli, missum síðan Ægi rétt fyrir úrslitakeppni og því er ég bara hrikalega stoltur af þessu.“

Brynjar segir að markmiðið hafi alltaf verið ljóst, og alveg frá því að liðið vann titilinn á síðasta ári.

„Við ætluðum alltaf að vinna þann þriðja í röð, það var alveg ljóst og hefur það allt tímabilið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×