Bryndís óvinsæl innan Sjálfstæðisflokksins Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2014 11:56 Milli steins og sleggju. Svo virðist sem Bryndís Loftsdóttir hafi bakað sér verulegar óvinsældir innan flokks síns. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins veltir því upp hvort ekki sé rétt að Bryndís Loftsdóttir varaþingmaður segi sig úr flokknum.Bryndís Loftsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sannarlega tekist að koma róti á landsmenn með ábendingum sínum, sem Fréttablaðið greindi frá í upphafi viku, að í fjárlagafrumvarpinu, þar sem útfærsla á hækkun virðisaukaskatts á matvæli er kynnt, sé miðað við að hver máltíð kosti einstakling 248 krónur. Sjálfstæðismenn kunna Bryndísi litlar þakkir og nú þegar hafa tveir þungavigtarmenn í flokknum beint spjótum sínum óbeint að henni. Brynjar Níelsson þingmaður er þungorður í nýlegri Facebookfærslu. Hann segir fjárlagafrumvarpið mikilvægasta mál hverrar ríkisstjórnar, ekkert er óeðlilegt við að menn hafi ólík sjónarmið uppi en „að stjórnarliðar berjist gegn meginmarkmiðum frumvarpsins opinberlega og ganga svo langt að stofna til félagsskapar í þeim tilgangi er mjög sérkennilegt. Slíkir liðsmenn eru ekki hátt skrifaðir hjá mér og ættu kannski íhuga að fara í annað lið,“ skrifar Brynjar. Ekki fer neitt á milli mála við hvern er átt en Bryndís hefur stofnað Facebookhóp sem hefur það að markmiði að berjast fyrir því að 7 prósenta virðisaukaskattur á matvæli verði, eftir sem áður.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafði áður skrifar fremur úfna athugasemd á sinn Facebook-vegg þar sem hann segir ósatt að fjármálaráðuneytið gefi út neysluviðmið og algjör uppspuni og útúrsnúningur sé að venjuleg máltíð eigi að kosta 248 krónur. Ekkert slíkt sé að finna í fjárlögum. Víst er að sjálfstæðismenn kunna Bryndísi litlar þakkir fyrir framtakið, sem samkvæmt þessu hefur reynst flokknum verulega erfitt viðureignar. Bryndís hefur, í samtali við Vísi, sagt að gríðarleg viðbrögð við ábendingum hennar hafi komið henni stórkostlega á óvart. Hún hefur ekki kynnst öðru eins. Uppfært 12:30Enginn þingmaður flokksins rætt við Bryndísi Bryndísi segist ekki hafa velt stöðu sinni innan flokksins neitt sérstaklega fyrir sér af þessu tilefni. „Staða mín innan flokksins er sú að ég sit ekki í neinni launaðri nefnd eða ráði innan flokksins. Og ef Brynjar vill víkja mér úr allsherjar- og menntamálefnanefnd, þar sem ég er nú á mínu öðru kjörtímabili, þá getur hann lagt það til.“En, er þér hreinlega vært innan flokksins, þetta eru kaldar kveðjur frá Brynjari, og Bjarna reyndar líka? „Ég hef enga stöðu innan flokksins, þannig. Ég er kannski þrepi hærra en almennur flokksmaður. Ég trúi á stefnu Sjálfstæðisflokksins, stétt með stétt. Það hefur enginn kjörinn fulltrúi komið að máli við mig vegna þessa. Ef það er vilji þeirra að víkja mér úr flokknum þá verður það svo að vera.“Koma þér þessi viðbrögð, eða öllu heldur skortur á þeim úr þessari átt, á óvart?„Það veldur mér nokkrum vonbrigðum, en á móti kemur að ég hef fengið óhemju mikil viðbrögð frá almennum kjósendum Sjálfstæðisflokksins. Kannski er það skrítin tilhugsun fyrir þá að það kunni að vera til vinsæll Sjálfstæðismaður nú um stundir?“En, það er óneitanlega frost í þögninni? „Það er í raun engin breyting frá því sem verið hefur. Kjörnir fulltrúar hafa ekkert verið í sambandi við varaþingmenn. Ég er ósammála þessari stefnu og finn mig ekki í þessari sýn Bjarna um aðeins eitt virðisaukaskattsþrep. Það er bara eitt land í Evrópu sem miðar við slíkt og það er Danmörk með 25 prósent virðisaukaskatt á öllum vörum,“ segir Bryndís Loftsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Innlegg frá Brynjar Níelsson. Innlegg frá Bjarni Benediktsson. Tengdar fréttir Vilja verja 7% matarskatt: Bryndís hefur aldrei kynnst öðru eins „Ég hef fengið ótal símtöl frá fólki sem ég þekki ekki neitt,“ segir Bryndís Loftsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og húsmóðir. Fjármálaráðherra hefur þó ekkert látið í sér heyra. 14. október 2014 13:59 Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Neysluviðmiðin skoðuð að nýju reynist þess vera þörf Fjármálaráðuneytið skýrir ekki hvers vegna kaup á mat á veitingahúsum og í mötuneytum eru ekki flokkuð með matarútgjöldum í forsendum virðisaukaskattsfrumvarpsins. Viðmið verða endurskoðuð reynist þau röng. 15. október 2014 08:45 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins veltir því upp hvort ekki sé rétt að Bryndís Loftsdóttir varaþingmaður segi sig úr flokknum.Bryndís Loftsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sannarlega tekist að koma róti á landsmenn með ábendingum sínum, sem Fréttablaðið greindi frá í upphafi viku, að í fjárlagafrumvarpinu, þar sem útfærsla á hækkun virðisaukaskatts á matvæli er kynnt, sé miðað við að hver máltíð kosti einstakling 248 krónur. Sjálfstæðismenn kunna Bryndísi litlar þakkir og nú þegar hafa tveir þungavigtarmenn í flokknum beint spjótum sínum óbeint að henni. Brynjar Níelsson þingmaður er þungorður í nýlegri Facebookfærslu. Hann segir fjárlagafrumvarpið mikilvægasta mál hverrar ríkisstjórnar, ekkert er óeðlilegt við að menn hafi ólík sjónarmið uppi en „að stjórnarliðar berjist gegn meginmarkmiðum frumvarpsins opinberlega og ganga svo langt að stofna til félagsskapar í þeim tilgangi er mjög sérkennilegt. Slíkir liðsmenn eru ekki hátt skrifaðir hjá mér og ættu kannski íhuga að fara í annað lið,“ skrifar Brynjar. Ekki fer neitt á milli mála við hvern er átt en Bryndís hefur stofnað Facebookhóp sem hefur það að markmiði að berjast fyrir því að 7 prósenta virðisaukaskattur á matvæli verði, eftir sem áður.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafði áður skrifar fremur úfna athugasemd á sinn Facebook-vegg þar sem hann segir ósatt að fjármálaráðuneytið gefi út neysluviðmið og algjör uppspuni og útúrsnúningur sé að venjuleg máltíð eigi að kosta 248 krónur. Ekkert slíkt sé að finna í fjárlögum. Víst er að sjálfstæðismenn kunna Bryndísi litlar þakkir fyrir framtakið, sem samkvæmt þessu hefur reynst flokknum verulega erfitt viðureignar. Bryndís hefur, í samtali við Vísi, sagt að gríðarleg viðbrögð við ábendingum hennar hafi komið henni stórkostlega á óvart. Hún hefur ekki kynnst öðru eins. Uppfært 12:30Enginn þingmaður flokksins rætt við Bryndísi Bryndísi segist ekki hafa velt stöðu sinni innan flokksins neitt sérstaklega fyrir sér af þessu tilefni. „Staða mín innan flokksins er sú að ég sit ekki í neinni launaðri nefnd eða ráði innan flokksins. Og ef Brynjar vill víkja mér úr allsherjar- og menntamálefnanefnd, þar sem ég er nú á mínu öðru kjörtímabili, þá getur hann lagt það til.“En, er þér hreinlega vært innan flokksins, þetta eru kaldar kveðjur frá Brynjari, og Bjarna reyndar líka? „Ég hef enga stöðu innan flokksins, þannig. Ég er kannski þrepi hærra en almennur flokksmaður. Ég trúi á stefnu Sjálfstæðisflokksins, stétt með stétt. Það hefur enginn kjörinn fulltrúi komið að máli við mig vegna þessa. Ef það er vilji þeirra að víkja mér úr flokknum þá verður það svo að vera.“Koma þér þessi viðbrögð, eða öllu heldur skortur á þeim úr þessari átt, á óvart?„Það veldur mér nokkrum vonbrigðum, en á móti kemur að ég hef fengið óhemju mikil viðbrögð frá almennum kjósendum Sjálfstæðisflokksins. Kannski er það skrítin tilhugsun fyrir þá að það kunni að vera til vinsæll Sjálfstæðismaður nú um stundir?“En, það er óneitanlega frost í þögninni? „Það er í raun engin breyting frá því sem verið hefur. Kjörnir fulltrúar hafa ekkert verið í sambandi við varaþingmenn. Ég er ósammála þessari stefnu og finn mig ekki í þessari sýn Bjarna um aðeins eitt virðisaukaskattsþrep. Það er bara eitt land í Evrópu sem miðar við slíkt og það er Danmörk með 25 prósent virðisaukaskatt á öllum vörum,“ segir Bryndís Loftsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Innlegg frá Brynjar Níelsson. Innlegg frá Bjarni Benediktsson.
Tengdar fréttir Vilja verja 7% matarskatt: Bryndís hefur aldrei kynnst öðru eins „Ég hef fengið ótal símtöl frá fólki sem ég þekki ekki neitt,“ segir Bryndís Loftsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og húsmóðir. Fjármálaráðherra hefur þó ekkert látið í sér heyra. 14. október 2014 13:59 Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Neysluviðmiðin skoðuð að nýju reynist þess vera þörf Fjármálaráðuneytið skýrir ekki hvers vegna kaup á mat á veitingahúsum og í mötuneytum eru ekki flokkuð með matarútgjöldum í forsendum virðisaukaskattsfrumvarpsins. Viðmið verða endurskoðuð reynist þau röng. 15. október 2014 08:45 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Vilja verja 7% matarskatt: Bryndís hefur aldrei kynnst öðru eins „Ég hef fengið ótal símtöl frá fólki sem ég þekki ekki neitt,“ segir Bryndís Loftsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og húsmóðir. Fjármálaráðherra hefur þó ekkert látið í sér heyra. 14. október 2014 13:59
Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00
Neysluviðmiðin skoðuð að nýju reynist þess vera þörf Fjármálaráðuneytið skýrir ekki hvers vegna kaup á mat á veitingahúsum og í mötuneytum eru ekki flokkuð með matarútgjöldum í forsendum virðisaukaskattsfrumvarpsins. Viðmið verða endurskoðuð reynist þau röng. 15. október 2014 08:45