Enski boltinn

Bruce segir upp | Óvissa hjá Hull

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bruce kom Hull tvisvar upp í ensku úrvalsdeildina og í bikarúrslit.
Bruce kom Hull tvisvar upp í ensku úrvalsdeildina og í bikarúrslit. vísir/getty
Steve Bruce hefur sagt upp störfum hjá Hull City, þremur vikum áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst.

Uppsögnin er talin tengjast óvissu um eignarhald Hull og hversu lítinn stuðning Bruce hefur fengið á félagaskiptamarkaðinum í sumar.

Bruce stýrði Hull í fjögur ár og kom liðinu tvisvar upp í úrvalsdeildina. Auk þess kom hann Hull í bikarúrslit 2014 þar sem liðið tapaði fyrir Arsenal.

Bruce hefur einnig stýrt Sheffield United, Huddersfield, Wigan, Crystal Palace, Birmingham og Sunderland á þjálfaraferlinum.

Bruce ræddi við enska knattspyrnusambandið um möguleikann á að taka við enska landsliðinu. Hann fékk ekki starfið en það er ekki talið tengjast uppsögninni hjá Hull.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×