Brottkast myndað af sjófugli Svavar Hávarðsson skrifar 11. mars 2013 06:00 Myndirnar sýna skip á veiðum frá þessu sjónarhorni og þar með hegðun annarra sjófugla. nordicphotos/getty Hugvitssamleg notkun myndavélartækni hefur gefið nýja sýn á hegðun sjófugla við ætisleit á sjó. Vísindamenn festu myndavélar á tíu súlur, sem er stærsti sjófugl Evrópu, og fylgdust með hversu mikið sjófuglar sækja í brottkast fiskiskipa við veiðar; heilan fisk og fiskúrgang. Með þessu freistuðu þeir þess að finna svör við því hvort bann við brottkasti á nýtanlegum fiski gæti haft áhrif á fuglastofna, auk upplýsinga um hegðunarmynstur þeirra. Gárungar setja fram þá kenningu að fundin sé tækni til að vakta ólöglegt brottkast. Rannsóknin er unnin af hópi franskra og breskra vísindamanna undir handleiðslu Steves Votier hjá Plymouth-háskóla. Rannsóknin fór fram undan strönd Bretlandseyja, en í kringum eyjarnar hafast tveir þriðju súlustofnsins við. Niðurstöðurnar voru birtar í Plos One, sem er ritrýnt vísindatímarit. Aðferðafræðin var í raun einföld; tíu myndavélar sem ætlaðar eru til að fylgjast með gæludýrum voru festar á fuglana. Fyrst sneru vélarnar fram en veiðiaðferð súlunnar, svokallað súlukast þar sem fuglinn stingur sér á miklum hraða í sjóinn, varð til þess að vélunum var snúið aftur. Afraksturinn var 20.000 myndir sem gáfu nýja sýn á hegðun sjófugla við ætisleit. Staðsetningarbúnaður var síðan nýttur til að auka við gildi rannsóknarinnar og kortleggja flug þeirra. Ljóst er að súlurnar, og fjöldi annarra sjófugla, sækja mjög í það æti sem gengur út af fiskiskipum við veiðar, sem einnig á við um Íslandsmið, eins og þekkt er. Þó einskorðast ætisleit þeirra ekki við skipin, heldur fer hún saman við veiðar á lifandi æti. Þetta staðfestir rannsóknin. Eins og þekkt er stefnir Evrópusambandið að því að banna brottkast á nýtanlegum fiski, sem í dag er gríðarlegt. Þetta er talið hafa áhrif á sjófugla og að vakta þurfi áhrif bannsins á vistkerfi fuglanna í framtíðinni. Hliðarafurð verkefnisins virðist blasa við. Ljóst er að notkun myndavéla getur gagnast til rannsókna á fuglum og hegðunarmynstri þeirra með mjög árangursríkum hætti. Á sama hátt er spurt hvað útiloki að nýta tæknina til þess að leysa flókin verkefni sem stjórnvöld um allan heim hafa leitað lausna við; að nota sjófugla til þess að fylgjast með brottkasti fiskiskipa í framtíðinni þar sem það verður með öllu bannað. Ísland er þar ekki undanþegið. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hugvitssamleg notkun myndavélartækni hefur gefið nýja sýn á hegðun sjófugla við ætisleit á sjó. Vísindamenn festu myndavélar á tíu súlur, sem er stærsti sjófugl Evrópu, og fylgdust með hversu mikið sjófuglar sækja í brottkast fiskiskipa við veiðar; heilan fisk og fiskúrgang. Með þessu freistuðu þeir þess að finna svör við því hvort bann við brottkasti á nýtanlegum fiski gæti haft áhrif á fuglastofna, auk upplýsinga um hegðunarmynstur þeirra. Gárungar setja fram þá kenningu að fundin sé tækni til að vakta ólöglegt brottkast. Rannsóknin er unnin af hópi franskra og breskra vísindamanna undir handleiðslu Steves Votier hjá Plymouth-háskóla. Rannsóknin fór fram undan strönd Bretlandseyja, en í kringum eyjarnar hafast tveir þriðju súlustofnsins við. Niðurstöðurnar voru birtar í Plos One, sem er ritrýnt vísindatímarit. Aðferðafræðin var í raun einföld; tíu myndavélar sem ætlaðar eru til að fylgjast með gæludýrum voru festar á fuglana. Fyrst sneru vélarnar fram en veiðiaðferð súlunnar, svokallað súlukast þar sem fuglinn stingur sér á miklum hraða í sjóinn, varð til þess að vélunum var snúið aftur. Afraksturinn var 20.000 myndir sem gáfu nýja sýn á hegðun sjófugla við ætisleit. Staðsetningarbúnaður var síðan nýttur til að auka við gildi rannsóknarinnar og kortleggja flug þeirra. Ljóst er að súlurnar, og fjöldi annarra sjófugla, sækja mjög í það æti sem gengur út af fiskiskipum við veiðar, sem einnig á við um Íslandsmið, eins og þekkt er. Þó einskorðast ætisleit þeirra ekki við skipin, heldur fer hún saman við veiðar á lifandi æti. Þetta staðfestir rannsóknin. Eins og þekkt er stefnir Evrópusambandið að því að banna brottkast á nýtanlegum fiski, sem í dag er gríðarlegt. Þetta er talið hafa áhrif á sjófugla og að vakta þurfi áhrif bannsins á vistkerfi fuglanna í framtíðinni. Hliðarafurð verkefnisins virðist blasa við. Ljóst er að notkun myndavéla getur gagnast til rannsókna á fuglum og hegðunarmynstri þeirra með mjög árangursríkum hætti. Á sama hátt er spurt hvað útiloki að nýta tæknina til þess að leysa flókin verkefni sem stjórnvöld um allan heim hafa leitað lausna við; að nota sjófugla til þess að fylgjast með brottkasti fiskiskipa í framtíðinni þar sem það verður með öllu bannað. Ísland er þar ekki undanþegið.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira