Brottkast myndað af sjófugli Svavar Hávarðsson skrifar 11. mars 2013 06:00 Myndirnar sýna skip á veiðum frá þessu sjónarhorni og þar með hegðun annarra sjófugla. nordicphotos/getty Hugvitssamleg notkun myndavélartækni hefur gefið nýja sýn á hegðun sjófugla við ætisleit á sjó. Vísindamenn festu myndavélar á tíu súlur, sem er stærsti sjófugl Evrópu, og fylgdust með hversu mikið sjófuglar sækja í brottkast fiskiskipa við veiðar; heilan fisk og fiskúrgang. Með þessu freistuðu þeir þess að finna svör við því hvort bann við brottkasti á nýtanlegum fiski gæti haft áhrif á fuglastofna, auk upplýsinga um hegðunarmynstur þeirra. Gárungar setja fram þá kenningu að fundin sé tækni til að vakta ólöglegt brottkast. Rannsóknin er unnin af hópi franskra og breskra vísindamanna undir handleiðslu Steves Votier hjá Plymouth-háskóla. Rannsóknin fór fram undan strönd Bretlandseyja, en í kringum eyjarnar hafast tveir þriðju súlustofnsins við. Niðurstöðurnar voru birtar í Plos One, sem er ritrýnt vísindatímarit. Aðferðafræðin var í raun einföld; tíu myndavélar sem ætlaðar eru til að fylgjast með gæludýrum voru festar á fuglana. Fyrst sneru vélarnar fram en veiðiaðferð súlunnar, svokallað súlukast þar sem fuglinn stingur sér á miklum hraða í sjóinn, varð til þess að vélunum var snúið aftur. Afraksturinn var 20.000 myndir sem gáfu nýja sýn á hegðun sjófugla við ætisleit. Staðsetningarbúnaður var síðan nýttur til að auka við gildi rannsóknarinnar og kortleggja flug þeirra. Ljóst er að súlurnar, og fjöldi annarra sjófugla, sækja mjög í það æti sem gengur út af fiskiskipum við veiðar, sem einnig á við um Íslandsmið, eins og þekkt er. Þó einskorðast ætisleit þeirra ekki við skipin, heldur fer hún saman við veiðar á lifandi æti. Þetta staðfestir rannsóknin. Eins og þekkt er stefnir Evrópusambandið að því að banna brottkast á nýtanlegum fiski, sem í dag er gríðarlegt. Þetta er talið hafa áhrif á sjófugla og að vakta þurfi áhrif bannsins á vistkerfi fuglanna í framtíðinni. Hliðarafurð verkefnisins virðist blasa við. Ljóst er að notkun myndavéla getur gagnast til rannsókna á fuglum og hegðunarmynstri þeirra með mjög árangursríkum hætti. Á sama hátt er spurt hvað útiloki að nýta tæknina til þess að leysa flókin verkefni sem stjórnvöld um allan heim hafa leitað lausna við; að nota sjófugla til þess að fylgjast með brottkasti fiskiskipa í framtíðinni þar sem það verður með öllu bannað. Ísland er þar ekki undanþegið. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Hugvitssamleg notkun myndavélartækni hefur gefið nýja sýn á hegðun sjófugla við ætisleit á sjó. Vísindamenn festu myndavélar á tíu súlur, sem er stærsti sjófugl Evrópu, og fylgdust með hversu mikið sjófuglar sækja í brottkast fiskiskipa við veiðar; heilan fisk og fiskúrgang. Með þessu freistuðu þeir þess að finna svör við því hvort bann við brottkasti á nýtanlegum fiski gæti haft áhrif á fuglastofna, auk upplýsinga um hegðunarmynstur þeirra. Gárungar setja fram þá kenningu að fundin sé tækni til að vakta ólöglegt brottkast. Rannsóknin er unnin af hópi franskra og breskra vísindamanna undir handleiðslu Steves Votier hjá Plymouth-háskóla. Rannsóknin fór fram undan strönd Bretlandseyja, en í kringum eyjarnar hafast tveir þriðju súlustofnsins við. Niðurstöðurnar voru birtar í Plos One, sem er ritrýnt vísindatímarit. Aðferðafræðin var í raun einföld; tíu myndavélar sem ætlaðar eru til að fylgjast með gæludýrum voru festar á fuglana. Fyrst sneru vélarnar fram en veiðiaðferð súlunnar, svokallað súlukast þar sem fuglinn stingur sér á miklum hraða í sjóinn, varð til þess að vélunum var snúið aftur. Afraksturinn var 20.000 myndir sem gáfu nýja sýn á hegðun sjófugla við ætisleit. Staðsetningarbúnaður var síðan nýttur til að auka við gildi rannsóknarinnar og kortleggja flug þeirra. Ljóst er að súlurnar, og fjöldi annarra sjófugla, sækja mjög í það æti sem gengur út af fiskiskipum við veiðar, sem einnig á við um Íslandsmið, eins og þekkt er. Þó einskorðast ætisleit þeirra ekki við skipin, heldur fer hún saman við veiðar á lifandi æti. Þetta staðfestir rannsóknin. Eins og þekkt er stefnir Evrópusambandið að því að banna brottkast á nýtanlegum fiski, sem í dag er gríðarlegt. Þetta er talið hafa áhrif á sjófugla og að vakta þurfi áhrif bannsins á vistkerfi fuglanna í framtíðinni. Hliðarafurð verkefnisins virðist blasa við. Ljóst er að notkun myndavéla getur gagnast til rannsókna á fuglum og hegðunarmynstri þeirra með mjög árangursríkum hætti. Á sama hátt er spurt hvað útiloki að nýta tæknina til þess að leysa flókin verkefni sem stjórnvöld um allan heim hafa leitað lausna við; að nota sjófugla til þess að fylgjast með brottkasti fiskiskipa í framtíðinni þar sem það verður með öllu bannað. Ísland er þar ekki undanþegið.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira