Brotin fjölskylda eða betra líf? Guðrún Karlsdóttir skrifar 11. febrúar 2012 06:00 Að gifta sig er hamingja en að skilja er óhamingja. Eða hvað? Kannski er þetta frekar einhvern veginn svona: Að gifta sig er yfirleitt hamingja en að skilja er alltaf erfitt. Hjónaskilnaðir eru ekki allir óhamingjusamir þó þeir séu alltaf erfiðir. Oft þýðir skilnaður betra líf, betri líðan fyrir flest eða öll í umhverfi parsins sem skilur. Börn sem eiga fráskilda foreldra eru ekki öll óhamingjusöm. Ætli þeim líði ekki jafn misjafnlega og börnum giftra foreldra eða foreldra í sambúð? Rannsóknir sem gerðar hafa verið á líðan barna sem eiga fráskilda foreldra hafa sýnt að börnunum líður yfirleitt mun betur eftir skilnaðinn en með foreldrum sem ekki líður vel saman. Það segir sig reyndar sjálft. Að þessu sögðu verð ég að segja að það að tala um að börn komi frá „brotnu heimili“ eða „brotinni fjölskyldu“ vegna þess að foreldrar þeirra hafa skilið er í besta falli virðingarleysi og alltaf niðrandi. Við vitum að það sem brotnar er sjaldan hægt að líma, ef það gengur þá sjást sprungurnar yfirleitt vel og hluturinn verður aldrei jafn góður og fallegur og áður. Er ekki svolítið sérkennilegt að líkja heimili og fjölskyldum nær helmings allra barna, í það minnsta, við brotinn hlut? Það sem er brotið er ekki gott. Og ef við segjum að barn komi frá brotnu heimili eða brotnum bakgrunni þá gerum við lítið úr fyrstu árum þessarar manneskju. Við dæmum auk þess með því framtíðarmöguleika barnsins. Ég sting upp á því að við, árið 2012, hættum að tala um brotin heimili og setjum ekkert í staðinn. Barn getur átt fráskilda foreldra en það þarf ekki að þýða að heimili þess hafi brotnað. Það beygðist sjálfsagt eitthvað og beyglaðist kannski en þannig er lífið. Svolítið beyglað og aldrei fullkomið. Ég tel að virðingarverðast sé að hætta að alhæfa og tala frekar um að foreldrar hafi skilið en ekki leggja meiri skilning í það en nauðsynlegt er. Skilnaður þýðir ekki endalok heimsins. Skilnaður getur jafnvel þýtt nýtt og betra líf. Að gifta sig er yfirleitt hamingja en að skilja er alltaf erfitt. Við erum alin upp við ævintýraleg endalok, eigum að lifa hamingjusöm til æviloka en ekki bara í 12 ár, 20 ár eða 3 ár, skilja þá og gifta okkur kannski aftur síðar. Eða ekki. Í prestsþjónustu minni hitti ég mikið af fólki sem stendur frammi fyrir skilnaði. Algengt er að fólk komi seint í ráðgjöf og lítið sé hægt að gera á þeim tíma til þess að laga sambandið/hjónabandið. Þegar svo er byggir ráðgjöfin að miklu leyti á því að leiðbeina fólki varðandi skilnaðinn, jafnt um praktísk atriði sem og úrvinnslu tilfinninga. Merkilega lítið hefur verið rannsakað hvernig fólki sem gengur í gegnum hjónaskilnað gengur að vinna úr tilfinningunum, sorginni sem honum fylgir. Sorgin sem fólk finnur fyrir er ekki ósvipuð þeirri sem fólk gengur í gegnum þegar það missir maka sem á við hvort sem viðkomandi vildi skilja eða ekki. Sorgin getur síðan verið misjafnlega djúp. Prestar og djáknar hafa mikla þjálfun í að vinna með fólki í sorg og sorgarhópar í kirkjum hafa reynst vel í kjölfar ástvinamissis. Nú eru einhverjir söfnuðir farnir að nýta sér þessa reynslu við úrvinnslu tilfinninga er tengjast hjónaskilnuðum. Sjálfstyrkingarhópar fyrir fólk sem hefur skilið hafa reynst vel. Þessi hópur er stór og lítið hefur verið í boði fyrir hann. Það er engin útför eða erfidrykkja eftir hjónaskilnað. Fólk sendir hinum fráskildu hvorki samúðarkort né blóm. Þrátt fyrir að nú sé árið 2012 erum við enn tilbúin til þess að líta á hjónaskilnaði sem okkar verstu mistök og þegjum þá reynslu helst í hel. Við áttum jú að lifa saman hamingjusöm til æviloka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að gifta sig er hamingja en að skilja er óhamingja. Eða hvað? Kannski er þetta frekar einhvern veginn svona: Að gifta sig er yfirleitt hamingja en að skilja er alltaf erfitt. Hjónaskilnaðir eru ekki allir óhamingjusamir þó þeir séu alltaf erfiðir. Oft þýðir skilnaður betra líf, betri líðan fyrir flest eða öll í umhverfi parsins sem skilur. Börn sem eiga fráskilda foreldra eru ekki öll óhamingjusöm. Ætli þeim líði ekki jafn misjafnlega og börnum giftra foreldra eða foreldra í sambúð? Rannsóknir sem gerðar hafa verið á líðan barna sem eiga fráskilda foreldra hafa sýnt að börnunum líður yfirleitt mun betur eftir skilnaðinn en með foreldrum sem ekki líður vel saman. Það segir sig reyndar sjálft. Að þessu sögðu verð ég að segja að það að tala um að börn komi frá „brotnu heimili“ eða „brotinni fjölskyldu“ vegna þess að foreldrar þeirra hafa skilið er í besta falli virðingarleysi og alltaf niðrandi. Við vitum að það sem brotnar er sjaldan hægt að líma, ef það gengur þá sjást sprungurnar yfirleitt vel og hluturinn verður aldrei jafn góður og fallegur og áður. Er ekki svolítið sérkennilegt að líkja heimili og fjölskyldum nær helmings allra barna, í það minnsta, við brotinn hlut? Það sem er brotið er ekki gott. Og ef við segjum að barn komi frá brotnu heimili eða brotnum bakgrunni þá gerum við lítið úr fyrstu árum þessarar manneskju. Við dæmum auk þess með því framtíðarmöguleika barnsins. Ég sting upp á því að við, árið 2012, hættum að tala um brotin heimili og setjum ekkert í staðinn. Barn getur átt fráskilda foreldra en það þarf ekki að þýða að heimili þess hafi brotnað. Það beygðist sjálfsagt eitthvað og beyglaðist kannski en þannig er lífið. Svolítið beyglað og aldrei fullkomið. Ég tel að virðingarverðast sé að hætta að alhæfa og tala frekar um að foreldrar hafi skilið en ekki leggja meiri skilning í það en nauðsynlegt er. Skilnaður þýðir ekki endalok heimsins. Skilnaður getur jafnvel þýtt nýtt og betra líf. Að gifta sig er yfirleitt hamingja en að skilja er alltaf erfitt. Við erum alin upp við ævintýraleg endalok, eigum að lifa hamingjusöm til æviloka en ekki bara í 12 ár, 20 ár eða 3 ár, skilja þá og gifta okkur kannski aftur síðar. Eða ekki. Í prestsþjónustu minni hitti ég mikið af fólki sem stendur frammi fyrir skilnaði. Algengt er að fólk komi seint í ráðgjöf og lítið sé hægt að gera á þeim tíma til þess að laga sambandið/hjónabandið. Þegar svo er byggir ráðgjöfin að miklu leyti á því að leiðbeina fólki varðandi skilnaðinn, jafnt um praktísk atriði sem og úrvinnslu tilfinninga. Merkilega lítið hefur verið rannsakað hvernig fólki sem gengur í gegnum hjónaskilnað gengur að vinna úr tilfinningunum, sorginni sem honum fylgir. Sorgin sem fólk finnur fyrir er ekki ósvipuð þeirri sem fólk gengur í gegnum þegar það missir maka sem á við hvort sem viðkomandi vildi skilja eða ekki. Sorgin getur síðan verið misjafnlega djúp. Prestar og djáknar hafa mikla þjálfun í að vinna með fólki í sorg og sorgarhópar í kirkjum hafa reynst vel í kjölfar ástvinamissis. Nú eru einhverjir söfnuðir farnir að nýta sér þessa reynslu við úrvinnslu tilfinninga er tengjast hjónaskilnuðum. Sjálfstyrkingarhópar fyrir fólk sem hefur skilið hafa reynst vel. Þessi hópur er stór og lítið hefur verið í boði fyrir hann. Það er engin útför eða erfidrykkja eftir hjónaskilnað. Fólk sendir hinum fráskildu hvorki samúðarkort né blóm. Þrátt fyrir að nú sé árið 2012 erum við enn tilbúin til þess að líta á hjónaskilnaði sem okkar verstu mistök og þegjum þá reynslu helst í hel. Við áttum jú að lifa saman hamingjusöm til æviloka.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun