Innlent

Brjálað að gera hjá 112 - 800 tilkynningar fyrir hádegi

„Það stefnir í að þetta sé mesta álag hjá okkur frá upphafi - frá því klukkan átta í morgun og fram að hádegi bárust um 800 tilkynningar til okkar," segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.
„Það stefnir í að þetta sé mesta álag hjá okkur frá upphafi - frá því klukkan átta í morgun og fram að hádegi bárust um 800 tilkynningar til okkar," segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Mynd/Smári Sverrir Smárason
„Það stefnir í að þetta sé mesta álag hjá okkur frá upphafi - frá því klukkan átta í morgun og fram að hádegi bárust um 800 tilkynningar til okkar," segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.

Aftakaveður er um allt land og er til að mynda ófært á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er beðið um að halda sig innandyra og ná alls ekki í börnin sín í skóla - fyrr en lögregla gefur tilmæli um það.

Þórhallur segir að Neyðarlínunni hafi aldrei borist fleiri símtöl en í dag. „Mér sýnist stefna í það. Símtölin hafa líka verið í lengra lagi hjá fólki," segir hann.

Kallaður var út auka mannskapur á vaktina. „Það eru öll borð full hérna hjá okkur. Flest símtölin eru vegna ófærðar og beiðni um aðstoð," segir hann.

Það hefur komið til þess í dag að þeir sem hringja í Neyðarlínuna, þurfa að bíða eftir að svarað sé. „Það hefur komið fyrir en það er ekki langur tími. Ég sá það áðan að 88% af símtölunum voru innan við mínútu."

Hann hvetur fólk sem þarf að fá upplýsingar um veður og færð, að hafa samband við Vegagerðina. „Við viljum að sjálfsögðu aðstoða alla en við hvetjum fólk til að vera suttort svo við getum sinnt brýnustu neyðartilvikum," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×