Breytingar á kvótakerfinu má ekki bara skoða út frá hagfræði 19. júní 2011 11:29 Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra og starfandi menntamálaráðherra. Mynd/Valli Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir að breytingar á kvótakerfinu eigi ekki einungis að skoða út frá hagfræði. Einnig verði að huga að samfélagslegum breytingum. Hún hefur fulla trú á að umtalsverðar breytingar verði gerðar á kvótakerfinu. Sérfræðinganefnd Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gagnrýnir frumvarp ráðherrans um breytingar á stjórn fiskveiða harðlega. Frumvarpið gerir nýliðun í greininni erfiða og álögur á útgerðina verður of miklar, að mati sérfræðinganna. Jón skipaði hópinn í apríl til að fara yfir hagræna þætti frumvarps hans um breytingar á stjórn fiskveiða. Niðurstöðurnar voru gerðar opinberar í síðustu viku. Frumvarið er nú til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Alþingis eftir fyrstu umræðu. Svandís var gestur í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í dag. Þar var hún spurð út í niðurstöður sérfræðinganna. Hún sagði flesta þá sem gagnrýnt hafa frumvarpið horfa á það út frá hagfræði. „Hagfræðileg úttekt er bara ein af mörgum sjónarhornum á breytingum á kerfi. Við þurfum líka að horfa mjög stíft og skýrt á samfélagslegu áhrifin." Þá sagði hún Vesturlandabúa einblína of mikið á hagfræði þegar kemur að því að stýra samfélögum. Það væri aðferð sem hefði ekki endilega gefist mjög vel. „Ég held að það þurfi að horfa til fleiri þátta og það sem rekur áfram þessa breytingar eru ákveðin samfélagsleg rök og við skulum spyrja að leikslokum með það," sagði Svandís og bætti við að hún hefði fulla trú á því að umtalsverðar breytingar á kvótakerfinu verði að lokum samþykktar á Alþingi. Tengdar fréttir Falleinkunn á frumvarp Jóns Frumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða fær afar harða gagnrýni frá sérfræðihópi sem Jón skipaði. 18. júní 2011 02:00 Vill sjá hausa fjúka „Í ríkisstjórnum þar sem menn gerðu faglegar kröfur og kysu gagnsæ vinnubrögð væru hausar farnir að fjúka, eftir þá útreið sem sjávarútvegsstefna ríkisstjórnarinnar hefur fengið," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um skýrslu hagfræðinga um kvótfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Sérfræðinganefndin gagnrýnir frumvarp núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jóns Bjarnasonar, um breytingar á stjórn fiskveiða harðlega. Frumvarpið geri nýliðun í greininni erfiða og álögur á útgerðina verði of miklar, að mati sérfræðinganna. 18. júní 2011 17:48 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir að breytingar á kvótakerfinu eigi ekki einungis að skoða út frá hagfræði. Einnig verði að huga að samfélagslegum breytingum. Hún hefur fulla trú á að umtalsverðar breytingar verði gerðar á kvótakerfinu. Sérfræðinganefnd Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gagnrýnir frumvarp ráðherrans um breytingar á stjórn fiskveiða harðlega. Frumvarpið gerir nýliðun í greininni erfiða og álögur á útgerðina verður of miklar, að mati sérfræðinganna. Jón skipaði hópinn í apríl til að fara yfir hagræna þætti frumvarps hans um breytingar á stjórn fiskveiða. Niðurstöðurnar voru gerðar opinberar í síðustu viku. Frumvarið er nú til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Alþingis eftir fyrstu umræðu. Svandís var gestur í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í dag. Þar var hún spurð út í niðurstöður sérfræðinganna. Hún sagði flesta þá sem gagnrýnt hafa frumvarpið horfa á það út frá hagfræði. „Hagfræðileg úttekt er bara ein af mörgum sjónarhornum á breytingum á kerfi. Við þurfum líka að horfa mjög stíft og skýrt á samfélagslegu áhrifin." Þá sagði hún Vesturlandabúa einblína of mikið á hagfræði þegar kemur að því að stýra samfélögum. Það væri aðferð sem hefði ekki endilega gefist mjög vel. „Ég held að það þurfi að horfa til fleiri þátta og það sem rekur áfram þessa breytingar eru ákveðin samfélagsleg rök og við skulum spyrja að leikslokum með það," sagði Svandís og bætti við að hún hefði fulla trú á því að umtalsverðar breytingar á kvótakerfinu verði að lokum samþykktar á Alþingi.
Tengdar fréttir Falleinkunn á frumvarp Jóns Frumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða fær afar harða gagnrýni frá sérfræðihópi sem Jón skipaði. 18. júní 2011 02:00 Vill sjá hausa fjúka „Í ríkisstjórnum þar sem menn gerðu faglegar kröfur og kysu gagnsæ vinnubrögð væru hausar farnir að fjúka, eftir þá útreið sem sjávarútvegsstefna ríkisstjórnarinnar hefur fengið," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um skýrslu hagfræðinga um kvótfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Sérfræðinganefndin gagnrýnir frumvarp núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jóns Bjarnasonar, um breytingar á stjórn fiskveiða harðlega. Frumvarpið geri nýliðun í greininni erfiða og álögur á útgerðina verði of miklar, að mati sérfræðinganna. 18. júní 2011 17:48 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Falleinkunn á frumvarp Jóns Frumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða fær afar harða gagnrýni frá sérfræðihópi sem Jón skipaði. 18. júní 2011 02:00
Vill sjá hausa fjúka „Í ríkisstjórnum þar sem menn gerðu faglegar kröfur og kysu gagnsæ vinnubrögð væru hausar farnir að fjúka, eftir þá útreið sem sjávarútvegsstefna ríkisstjórnarinnar hefur fengið," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um skýrslu hagfræðinga um kvótfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Sérfræðinganefndin gagnrýnir frumvarp núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jóns Bjarnasonar, um breytingar á stjórn fiskveiða harðlega. Frumvarpið geri nýliðun í greininni erfiða og álögur á útgerðina verði of miklar, að mati sérfræðinganna. 18. júní 2011 17:48