Erlent

Breskur þingmaður grunaður um nauðgun

Simon Danczuk var á dögunum rekinn úr breska Verkamannaflokknum vegna samskipta hans við unglingsstúlku.
Simon Danczuk var á dögunum rekinn úr breska Verkamannaflokknum vegna samskipta hans við unglingsstúlku. vísir/afp
Simon Danczuk, þingmaður breska Verkamannaflokksins, var í dag yfirheyrður af lögreglu vegna gruns um nauðgun. Hann var rekinn úr flokknum í síðasta mánuði vegna samskipta hans við unglingsstúlku.

Í frétt Guardian segir að Danczuk sé sakaður um að hafa nauðgað konu á fertugsaldri árið 2006. Hann neiti ásökunum þó alfarið og hyggist hreinsa nafn sitt með því að aðstoða lögreglu við rannsókn málsins.

Þingmaðurinn var rekinn úr flokknum á gamlársdag eftir að upp komst um samskipti hans við sautján ára stúlku. Fréttamiðillinn The Sun birti myndir af smáskilaboðunum sem fóru á milli hans og stúlkunnar, sem teljast verða afar óviðeigandi.  Málið er í rannsókn lögreglu en Danczuk verður eflaust ákærður að henni lokinni.

Hann hefur beðist afsökunar í breskum fjölmiðlum en kennir áfengisdrykkju sinni um þessi mistök. Hann hafi þegar leitað sér aðstoðar. „Mér líður hræðilega yfir því sem gerðist. Ég veit ekki hvað kom yfir mig,“ sagði hann í samtali við Guardian og bætti við að alla tíð hafi hann sóst í yngri konur. Þær séu hans „Akkilesarhæll“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×