Breskt fyrirtæki vill kaupa allt hlutafé í Borgun Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. desember 2015 20:38 Breska greiðslumiðlunarfyrirtækið UPG, hefur að undanförnu reynt að kaupa allt hlutafé í Borgun hf. , útgefanda Mastercard á Íslandi. Málið strandar hins vegar á því að Íslandsbanki hf. svarar ekki tilboðum í 63,5 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Í nóvember á síðasta ári seldi Landsbanki Íslands rúmlega þriðjungshlut sinn í Borgun fyrir 2,2 milljarða króna til hóps fjárfesta. Þar var um að ræða Eignarhaldsfélagsið Borgun slf., sem stofnað var skömmu fyrir kaupin á hlutnum og er m.a. í eigu Stálskipa, Péturs Stefánssonar ehf. og Einars Sveinssonar. Íslandsbanki er í dag stærsti hluthafi Borgunar hf. með 63,5 prósenta hlut. Eignarhaldsfélagið Borgun heldur á 25,5 prósenta hlut og aðrir hluthafar eiga 11 prósent. Starfsmenn breska greiðslumiðlunarfyrirtækisins UPG hafa sett sig í samband við Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka og aðra stjórnendur bankans og gert tilboð í hlut Íslandsbanka í Borgun hf. í sterlingspundum en ekki fengið nein svör frá bankanum. Miles Carroll, forstjóri UPG, hefur sjálfur komið fram fyrir hönd fyrirtækisins í þessari tilboðsgerð. Fjárhæð kauptilboðs hefur ekki fengist upp gefin en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða talsvert hærra kaupverð en greitt var fyrir hlutabréf í Borgun í fyrra þegar Landsbankinn seldi sinn hlut í fyrirtækinu. Aðrir hluthafar Borgunar hf. hafa ríka hagsmuni af því að UPG fái jákvætt svar við tilboði í hlut Íslandsbanka í Borgun hf. þar sem UPG hefur áhuga á að eignast Borgun í heild sinni og hyggst gera öðrum hluthöfum tilboð samhliða kaupum á hlut Íslandsbanka í Borgun, gangi þau eftir. Kaup Bretanna á Borgun hf. hafa í raun strandað á því að Íslandsbanki hefur ekki svarað fyrirspurnum um sölu hlut sínum í fyrirtækinu, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Gangi kaupin eftir sér UPG hag sinn í því að sameina félögin tvö því Borgun hefur leyfi til færsluhirðingar um alla Evrópu. Stjórnendur UPG sjá tækifæri í því að margfalda markaðshlutdeild sameinaðs fyrirtækis í færsluhirðingu í Evrópu, ekki síst í Þýskalandi og Bretlandi. Aðrir hluthafar Borgunar hafa ekki fengið neinar skýringar á því hvers vegna stærsti hluthafi fyrirtækisins, Íslandsbanki, hafi ekki verið til viðræðna um sölu á hlut sínum til UPG en kenningar hafa verið uppi um að það tengist hugsanlega fyrirhuguðum eigendaskiptum á bankanum. Stjórnendur Íslandsbanka kunni að vilja fara sér hægt við sölu eigna bankans nú þegar það stendur fyrir dyrum að ríkissjóður eignist bankann að fullu í tengslum við stöðugleikaframlag slitabús Glitnis og nauðasamning Glitnis banka. Slitabú Gitnis er stærsti eigandi Íslandsbanka í gegnum eignarhaldsfélagið ISB Holding með 95 prósenta eignarhlut. Jón Guðni Ómarsson fjármálastjóri Íslandsbanka sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu, fyrir milligöngu upplýsingafulltrúa bankans, að stjórnendur Íslandsbanka væru vel meðvitaður um áhugann á Borgun hf. Hins vegar hefði ekki verið tekin nein ákvörðun um hvort Borgun væri yfir höfuð til sölu.Fréttin var uppfærð 7. desember 2015. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranglega fullyrt að UPG væri í eigu bandarísks fjárfestingarsjóðs. Hið rétta er að starfsmenn UPG og stjórnarmenn í fyrirtækinu eiga samtals 86 prósenta hlut og 14 prósenta hlutur er í eigu stofnanafjárfesta. Það leiðréttist hér með. Borgunarmálið Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Breska greiðslumiðlunarfyrirtækið UPG, hefur að undanförnu reynt að kaupa allt hlutafé í Borgun hf. , útgefanda Mastercard á Íslandi. Málið strandar hins vegar á því að Íslandsbanki hf. svarar ekki tilboðum í 63,5 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Í nóvember á síðasta ári seldi Landsbanki Íslands rúmlega þriðjungshlut sinn í Borgun fyrir 2,2 milljarða króna til hóps fjárfesta. Þar var um að ræða Eignarhaldsfélagsið Borgun slf., sem stofnað var skömmu fyrir kaupin á hlutnum og er m.a. í eigu Stálskipa, Péturs Stefánssonar ehf. og Einars Sveinssonar. Íslandsbanki er í dag stærsti hluthafi Borgunar hf. með 63,5 prósenta hlut. Eignarhaldsfélagið Borgun heldur á 25,5 prósenta hlut og aðrir hluthafar eiga 11 prósent. Starfsmenn breska greiðslumiðlunarfyrirtækisins UPG hafa sett sig í samband við Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka og aðra stjórnendur bankans og gert tilboð í hlut Íslandsbanka í Borgun hf. í sterlingspundum en ekki fengið nein svör frá bankanum. Miles Carroll, forstjóri UPG, hefur sjálfur komið fram fyrir hönd fyrirtækisins í þessari tilboðsgerð. Fjárhæð kauptilboðs hefur ekki fengist upp gefin en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða talsvert hærra kaupverð en greitt var fyrir hlutabréf í Borgun í fyrra þegar Landsbankinn seldi sinn hlut í fyrirtækinu. Aðrir hluthafar Borgunar hf. hafa ríka hagsmuni af því að UPG fái jákvætt svar við tilboði í hlut Íslandsbanka í Borgun hf. þar sem UPG hefur áhuga á að eignast Borgun í heild sinni og hyggst gera öðrum hluthöfum tilboð samhliða kaupum á hlut Íslandsbanka í Borgun, gangi þau eftir. Kaup Bretanna á Borgun hf. hafa í raun strandað á því að Íslandsbanki hefur ekki svarað fyrirspurnum um sölu hlut sínum í fyrirtækinu, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Gangi kaupin eftir sér UPG hag sinn í því að sameina félögin tvö því Borgun hefur leyfi til færsluhirðingar um alla Evrópu. Stjórnendur UPG sjá tækifæri í því að margfalda markaðshlutdeild sameinaðs fyrirtækis í færsluhirðingu í Evrópu, ekki síst í Þýskalandi og Bretlandi. Aðrir hluthafar Borgunar hafa ekki fengið neinar skýringar á því hvers vegna stærsti hluthafi fyrirtækisins, Íslandsbanki, hafi ekki verið til viðræðna um sölu á hlut sínum til UPG en kenningar hafa verið uppi um að það tengist hugsanlega fyrirhuguðum eigendaskiptum á bankanum. Stjórnendur Íslandsbanka kunni að vilja fara sér hægt við sölu eigna bankans nú þegar það stendur fyrir dyrum að ríkissjóður eignist bankann að fullu í tengslum við stöðugleikaframlag slitabús Glitnis og nauðasamning Glitnis banka. Slitabú Gitnis er stærsti eigandi Íslandsbanka í gegnum eignarhaldsfélagið ISB Holding með 95 prósenta eignarhlut. Jón Guðni Ómarsson fjármálastjóri Íslandsbanka sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu, fyrir milligöngu upplýsingafulltrúa bankans, að stjórnendur Íslandsbanka væru vel meðvitaður um áhugann á Borgun hf. Hins vegar hefði ekki verið tekin nein ákvörðun um hvort Borgun væri yfir höfuð til sölu.Fréttin var uppfærð 7. desember 2015. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranglega fullyrt að UPG væri í eigu bandarísks fjárfestingarsjóðs. Hið rétta er að starfsmenn UPG og stjórnarmenn í fyrirtækinu eiga samtals 86 prósenta hlut og 14 prósenta hlutur er í eigu stofnanafjárfesta. Það leiðréttist hér með.
Borgunarmálið Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira