Brennuvargar gagnrýna 23. ágúst 2010 06:00 Ýmsir krefjast afsagnar viðskiptaráðherra fyrir meint afglöp í tengslum við mat á gengistryggðum lánum, svokölluðum myntkörfulánum. Ekki sakar að rifja upp aðdraganda málsins. Í lögum númer 38 frá 28/05/2001 stendur að heimilt sé að verðtryggja lán og sparifé með vísitölu neysluverðs og hlutabréfavísitölur. Ekki er minnst á aðrar vísitölur. Mánuði áður en frumvarp var samþykkt mótmælti fulltrúi fjármálafyrirtækja að verðtrygging yrði takmörkuð við þessar tilteknu vísitölur. Fjármálafólk vissi gjörla í hvað stefndi. Núverandi forsætisráherra líka, hún sat í efnahags- og viðskiptanefnd. Frumvarpið var stjórnarfrumvarp ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Þeir voru enn við völd haustið 2005. Þá skipaði hinn síðarnefndi hinn fyrrnefnda seðlabankastjóra. Skömmu áður hafði nýr forstjóri Fjármálaeftirlits verið ráðinn. Ætla mætti að sömu fjármálafyrirtæki og mótmæltu takmörkun verðtryggingar hefðu haldið sig við leyfðar vísitölur. Svo var ekki. Árið 2005 höfðu þau um nokkurt skeið boðið upp á lán tengd gjaldeyrisvísitölum. Ætla mætti að nýskipaðir stjórnendur Seðlabanka og FME sem sátu í umboði sömu ríkisstjórnar hefðu fljótlega skipt sér af lögbroti fjármálafyrirtækjanna. Svo var ekki. Og fyrirtækin héldu áfram að veita ólögleg lán með vísitölum tengdum erlendum gjaldmiðlum. Myntkörfulán eru einfaldlega erlend lán. Lán í erlendri mynt til íslenskra viðskiptavina eru ekki „raunveruleg eign í erlendri mynt" samkvæmt þekktum hagfræðikenningum sem bent er á í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Samkvæmt henni voru þau samt færð til bókar sem eign í erlendri mynt hjá fjármálafyrir-tækjum sem lutu eftirliti Seðlabanka og FME. Þrátt fyrir lága vexti er lán í erlendri mynt mjög áhættusamt ef tekjur og eignir á móti eru í sveiflukenndri smámynt, höfuðstóllinn getur hækkað mikið og snögglega. Þetta voru og eru augljós sannindi í fjármálafræðum. En sérfræðingar bankanna hjálpuðu íslenskum neytendum að leggja þessa snöru um háls sér. Margir neytendur hafa eflaust verið grunlausir þótt sumir hafi líka viljandi tekið sjénsinn. Á erlendum vettvangi eru viðskipti með stóra gjaldmiðla umfangsmikil og ópersónuleg, fáir hafa áhrif á markaði. Í hinu örsmáa hagkerfi Íslands gegnir öðru máli. Þegar innstreymi gjaldeyris þraut og ljóst var að leiðrétting krónunnar var í vændum lögðust innherjar bankanna á eitt að hjálpa til við að fella gengið. Um leið hengdu þeir marga vini, ættingja og nágranna í snöru myntkörfulána. Fjármálakerfið er rjúkandi rúst, gjaldmiðillinn er ónýtur, mörg heimili og fyrirtæki gjaldþrota. Öllum er ljóst hvað gerðist. Innherjar létu greipar sópa í fjármálafyrirtækjum. Ríkisstjórn, Alþingismenn og eftirlitsaðilar voru ýmist skeytingarlaus eða tóku þátt í leiknum. Seðlabanki og Fjármálaeftirlit sýndu sérstaklega vítavert aðgerðarleysi í aðdraganda hrunsins. Vissulega má gagnrýna nýskipaðan utanþingsráðherra fyrir að hafa yfirsést sum minnisblöð um lögfræðileg álitamál tengd einum flokki útlána gjaldþrota fjármálastofnanna. En að krefja hann um afsögn er í besta falli hrænsi, í versta falli tilraun til að beina athygli og ábyrgð frá gerendum hrunsins og varpa skuld á björgunarfólk. Ekki síst þegar krafan kemur frá þeim sem áttu að gæta almannahagsmuna í aðdraganda hrunsins. Brennuvörgum fer illa að gagnrýna slökkviliðsmann þó hann sprauti óvart aðeins út í loftið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ýmsir krefjast afsagnar viðskiptaráðherra fyrir meint afglöp í tengslum við mat á gengistryggðum lánum, svokölluðum myntkörfulánum. Ekki sakar að rifja upp aðdraganda málsins. Í lögum númer 38 frá 28/05/2001 stendur að heimilt sé að verðtryggja lán og sparifé með vísitölu neysluverðs og hlutabréfavísitölur. Ekki er minnst á aðrar vísitölur. Mánuði áður en frumvarp var samþykkt mótmælti fulltrúi fjármálafyrirtækja að verðtrygging yrði takmörkuð við þessar tilteknu vísitölur. Fjármálafólk vissi gjörla í hvað stefndi. Núverandi forsætisráherra líka, hún sat í efnahags- og viðskiptanefnd. Frumvarpið var stjórnarfrumvarp ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Þeir voru enn við völd haustið 2005. Þá skipaði hinn síðarnefndi hinn fyrrnefnda seðlabankastjóra. Skömmu áður hafði nýr forstjóri Fjármálaeftirlits verið ráðinn. Ætla mætti að sömu fjármálafyrirtæki og mótmæltu takmörkun verðtryggingar hefðu haldið sig við leyfðar vísitölur. Svo var ekki. Árið 2005 höfðu þau um nokkurt skeið boðið upp á lán tengd gjaldeyrisvísitölum. Ætla mætti að nýskipaðir stjórnendur Seðlabanka og FME sem sátu í umboði sömu ríkisstjórnar hefðu fljótlega skipt sér af lögbroti fjármálafyrirtækjanna. Svo var ekki. Og fyrirtækin héldu áfram að veita ólögleg lán með vísitölum tengdum erlendum gjaldmiðlum. Myntkörfulán eru einfaldlega erlend lán. Lán í erlendri mynt til íslenskra viðskiptavina eru ekki „raunveruleg eign í erlendri mynt" samkvæmt þekktum hagfræðikenningum sem bent er á í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Samkvæmt henni voru þau samt færð til bókar sem eign í erlendri mynt hjá fjármálafyrir-tækjum sem lutu eftirliti Seðlabanka og FME. Þrátt fyrir lága vexti er lán í erlendri mynt mjög áhættusamt ef tekjur og eignir á móti eru í sveiflukenndri smámynt, höfuðstóllinn getur hækkað mikið og snögglega. Þetta voru og eru augljós sannindi í fjármálafræðum. En sérfræðingar bankanna hjálpuðu íslenskum neytendum að leggja þessa snöru um háls sér. Margir neytendur hafa eflaust verið grunlausir þótt sumir hafi líka viljandi tekið sjénsinn. Á erlendum vettvangi eru viðskipti með stóra gjaldmiðla umfangsmikil og ópersónuleg, fáir hafa áhrif á markaði. Í hinu örsmáa hagkerfi Íslands gegnir öðru máli. Þegar innstreymi gjaldeyris þraut og ljóst var að leiðrétting krónunnar var í vændum lögðust innherjar bankanna á eitt að hjálpa til við að fella gengið. Um leið hengdu þeir marga vini, ættingja og nágranna í snöru myntkörfulána. Fjármálakerfið er rjúkandi rúst, gjaldmiðillinn er ónýtur, mörg heimili og fyrirtæki gjaldþrota. Öllum er ljóst hvað gerðist. Innherjar létu greipar sópa í fjármálafyrirtækjum. Ríkisstjórn, Alþingismenn og eftirlitsaðilar voru ýmist skeytingarlaus eða tóku þátt í leiknum. Seðlabanki og Fjármálaeftirlit sýndu sérstaklega vítavert aðgerðarleysi í aðdraganda hrunsins. Vissulega má gagnrýna nýskipaðan utanþingsráðherra fyrir að hafa yfirsést sum minnisblöð um lögfræðileg álitamál tengd einum flokki útlána gjaldþrota fjármálastofnanna. En að krefja hann um afsögn er í besta falli hrænsi, í versta falli tilraun til að beina athygli og ábyrgð frá gerendum hrunsins og varpa skuld á björgunarfólk. Ekki síst þegar krafan kemur frá þeim sem áttu að gæta almannahagsmuna í aðdraganda hrunsins. Brennuvörgum fer illa að gagnrýna slökkviliðsmann þó hann sprauti óvart aðeins út í loftið.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar