Bréf lögfræðings innanríkisráðuneytisins gæti kostað milljón 23. desember 2014 16:25 Hanna Björg hefur stefnt ríkinu. Hanna Björg Margrétardóttir hefur sent innranríkisráðuneytinu og lögfræðingi þessi, Skúla Þór Gunnsteinssyni, kröfu vegna þess að Skúli fjallaði um persónulega hagi hennar í embætti sínu sem lögfræðingur innanríkisráðuneytisins. Hanna Björg fer fram á milljón í skaðabætur vegna brotsins. Skúli hefur hafnað kröfunni en ekkert svar hefur borist frá innanríkisráðuneytinu, þrátt fyrir að svarafresturinn sé liðinn. Krafan á innanríkisráðuneytið er sett fram á grundvelli vinnuveitendaábyrgðar.Vinur fyrrum sambýlismanns Skúli er vinur fyrrum sambýlismanns Hönnu og fjallaði sambúðarslit þeirra í bréfi sem hann sendi á lögfræðing Barnaverndarstofu. Auk þess sem hann fullyrðir ýmislegt um skapgerð Hönnu Bjargar. Hún starfaði hjá stofnun sem heyrði undir Barnaverndarstofu og aðstoðu tveir fyrrum vinnufélagar hennar hana þegar hún gerði tilraun til að sækja eigur sínar á heimili hennar og fyrrum sambýlismanns hennar. Í bréfinu sagði Skúli frá því að hann vildi láta lögfræðing Barnaverndarstofu vita af þessum tveimur mönnum sem hann sagði að hefðu verið með ógnandi hegðun og kallaði þá „fugla“: „Ég var vissulega ekki á staðnum en vinur minn er mjög áreiðanlegur einstaklingur, reglusamur og pottþéttur. Mér finnst þessi hegðun mannanna, eins og vinur minn lýsir henni, vera ógnandi hegðun,“ segir hann. Í lok bréfsins bætir hann við: „Ég vildi bara láta þig vita varðandi þessa tvo fugla.“Sjá ítarlegri umfjöllun um forsögu málsins: Fékk afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinuFékk bréf frá innanríkisráðuneytinu Skúli sendi bréfið fimmtudaginn 12. september í fyrra, klukkan 10:52 að morgni til. Hann sendi bréfið úr tölvupóstfangi innanríkisráðuneytisins. Hanna Björg fékk bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem segir: „Umrætt tölvubréf var ekki ritað á vegum ráðuneytisins. Farið hefur verið ítarlega yfir málið með sendanda tölvubréfsins. Um er að ræða einkabréf hans til kunningjakonu sinnar sem starfar sem lögfræðingur Barnaverndarstofu og gerði hann þau mistök að senda tölvubréfið á netfangi innanríkisráðuneytisins. Efni tölvubréfsins er ráðuneytinu óviðkomandi.“ Í efni tölvupóstsins (e. subject), sem Skúli sendi, kemur fram að það varði málefni tveggja starfsmanna sem vinni fyrir stofnun sem heyri undir Barnaverndarstofu. Í bréfi innanríkisráðuneytisins kemur einnig fram að gerðar hafi verið „munnlegar aðfinnslur við sendandann“ því bréfið hafi verið brot á meðferð sambærilegra mála innan stjórnarráðsins. Innanríkisráðuneytinu „þykir miður hafið þér orðið fyrir óþægindum vegna þessara mistaka.“ Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Sjá meira
Hanna Björg Margrétardóttir hefur sent innranríkisráðuneytinu og lögfræðingi þessi, Skúla Þór Gunnsteinssyni, kröfu vegna þess að Skúli fjallaði um persónulega hagi hennar í embætti sínu sem lögfræðingur innanríkisráðuneytisins. Hanna Björg fer fram á milljón í skaðabætur vegna brotsins. Skúli hefur hafnað kröfunni en ekkert svar hefur borist frá innanríkisráðuneytinu, þrátt fyrir að svarafresturinn sé liðinn. Krafan á innanríkisráðuneytið er sett fram á grundvelli vinnuveitendaábyrgðar.Vinur fyrrum sambýlismanns Skúli er vinur fyrrum sambýlismanns Hönnu og fjallaði sambúðarslit þeirra í bréfi sem hann sendi á lögfræðing Barnaverndarstofu. Auk þess sem hann fullyrðir ýmislegt um skapgerð Hönnu Bjargar. Hún starfaði hjá stofnun sem heyrði undir Barnaverndarstofu og aðstoðu tveir fyrrum vinnufélagar hennar hana þegar hún gerði tilraun til að sækja eigur sínar á heimili hennar og fyrrum sambýlismanns hennar. Í bréfinu sagði Skúli frá því að hann vildi láta lögfræðing Barnaverndarstofu vita af þessum tveimur mönnum sem hann sagði að hefðu verið með ógnandi hegðun og kallaði þá „fugla“: „Ég var vissulega ekki á staðnum en vinur minn er mjög áreiðanlegur einstaklingur, reglusamur og pottþéttur. Mér finnst þessi hegðun mannanna, eins og vinur minn lýsir henni, vera ógnandi hegðun,“ segir hann. Í lok bréfsins bætir hann við: „Ég vildi bara láta þig vita varðandi þessa tvo fugla.“Sjá ítarlegri umfjöllun um forsögu málsins: Fékk afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinuFékk bréf frá innanríkisráðuneytinu Skúli sendi bréfið fimmtudaginn 12. september í fyrra, klukkan 10:52 að morgni til. Hann sendi bréfið úr tölvupóstfangi innanríkisráðuneytisins. Hanna Björg fékk bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem segir: „Umrætt tölvubréf var ekki ritað á vegum ráðuneytisins. Farið hefur verið ítarlega yfir málið með sendanda tölvubréfsins. Um er að ræða einkabréf hans til kunningjakonu sinnar sem starfar sem lögfræðingur Barnaverndarstofu og gerði hann þau mistök að senda tölvubréfið á netfangi innanríkisráðuneytisins. Efni tölvubréfsins er ráðuneytinu óviðkomandi.“ Í efni tölvupóstsins (e. subject), sem Skúli sendi, kemur fram að það varði málefni tveggja starfsmanna sem vinni fyrir stofnun sem heyri undir Barnaverndarstofu. Í bréfi innanríkisráðuneytisins kemur einnig fram að gerðar hafi verið „munnlegar aðfinnslur við sendandann“ því bréfið hafi verið brot á meðferð sambærilegra mála innan stjórnarráðsins. Innanríkisráðuneytinu „þykir miður hafið þér orðið fyrir óþægindum vegna þessara mistaka.“
Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Sjá meira