Braut lög á myndbandi: Bíl ráðherra ekið á gangstéttinni á móti rauðu ljósi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. ágúst 2015 10:48 Eftir ríkisstjórnarfund á föstudag ók bílstjóri Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra ráðherrabílnum eftir gangstétt Lækjargötunnar og beygði upp Hverfisgötuna án þess að virða logandi rautt ljós. Tökumaður Stöðvar 2 var á staðnum og náði myndbandi af atvikinu. Myndbandið má sjá hér fyrir ofan. Í því sést hvar Kristján Þór hleypur í rigningunni að bílnum, sest í farþegasæti bifreiðarinnar og því næst beygir bíllinn til hægri upp á gangstéttina án sjáanlegrar ástæðu. Í myndbandinu má sjá að sex bílar eru kyrrstæðir og bíða farþega. Auk þeirra er hvítur fólksbíll á rauðu ljósi við gatnamótin. Enginn þessara bíla hindrar för bíls heilbrigðisráðherra að nokkru leyti.Bílstjóri Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra virti umferðarreglur að vettugi eftir ríkisstjórnarfund á föstudag.vísir/pjeturÞrátt fyrir að svo hefði verið er ólöglegt að aka upp á gangstétt og við því liggur fimm þúsund króna sekt; stofni bílstjóri engum í hættu. Þetta segir lögregluþjónn hjá Umferðardeild lögreglu. „Valdi menn hættu liggur við brotinu fimmtán þúsund króna sekt. Síðan er matsatriði hvað sé hætta; voru vegfarendur, ók hann glannalega og þess háttar.“ Lögregluþjónninn segist ekki viss um hvort bíllinn teljist brotlegur gagnvart rauða ljósinu til viðbótar við fyrra brot þar sem hann ekur hægra megin við umferðarljósin. „Það er spurning hvort hægt sé að túlka þetta sem akstur á móti rauðu ljósi. Það er atriði sem lögfræðingarnir okkar myndu skoða.“ Sektin við því broti nemur fimmtán þúsund krónum. Auk fjársektar fá ökumenn punkt í ökuferilskrá. „Nei,“ svarar lögregluþjónninn spurður hvort um ráðherrabíla eða -bílstjóra gildi aðrar umferðarreglur en um aðra í umferðinni. „Ráðherrabílum ber að fara eftir umferðarlögum sem eru í gildi. En í opinberum fylgdum, ef ráðherrar eru í lögreglufylgd, gilda aðrar reglur. Þá eru þeir undir stjórn lögreglu.“ Ekki hefur náðst í aðstoðarmann heilbrigðisráðherra um helgina. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Eftir ríkisstjórnarfund á föstudag ók bílstjóri Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra ráðherrabílnum eftir gangstétt Lækjargötunnar og beygði upp Hverfisgötuna án þess að virða logandi rautt ljós. Tökumaður Stöðvar 2 var á staðnum og náði myndbandi af atvikinu. Myndbandið má sjá hér fyrir ofan. Í því sést hvar Kristján Þór hleypur í rigningunni að bílnum, sest í farþegasæti bifreiðarinnar og því næst beygir bíllinn til hægri upp á gangstéttina án sjáanlegrar ástæðu. Í myndbandinu má sjá að sex bílar eru kyrrstæðir og bíða farþega. Auk þeirra er hvítur fólksbíll á rauðu ljósi við gatnamótin. Enginn þessara bíla hindrar för bíls heilbrigðisráðherra að nokkru leyti.Bílstjóri Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra virti umferðarreglur að vettugi eftir ríkisstjórnarfund á föstudag.vísir/pjeturÞrátt fyrir að svo hefði verið er ólöglegt að aka upp á gangstétt og við því liggur fimm þúsund króna sekt; stofni bílstjóri engum í hættu. Þetta segir lögregluþjónn hjá Umferðardeild lögreglu. „Valdi menn hættu liggur við brotinu fimmtán þúsund króna sekt. Síðan er matsatriði hvað sé hætta; voru vegfarendur, ók hann glannalega og þess háttar.“ Lögregluþjónninn segist ekki viss um hvort bíllinn teljist brotlegur gagnvart rauða ljósinu til viðbótar við fyrra brot þar sem hann ekur hægra megin við umferðarljósin. „Það er spurning hvort hægt sé að túlka þetta sem akstur á móti rauðu ljósi. Það er atriði sem lögfræðingarnir okkar myndu skoða.“ Sektin við því broti nemur fimmtán þúsund krónum. Auk fjársektar fá ökumenn punkt í ökuferilskrá. „Nei,“ svarar lögregluþjónninn spurður hvort um ráðherrabíla eða -bílstjóra gildi aðrar umferðarreglur en um aðra í umferðinni. „Ráðherrabílum ber að fara eftir umferðarlögum sem eru í gildi. En í opinberum fylgdum, ef ráðherrar eru í lögreglufylgd, gilda aðrar reglur. Þá eru þeir undir stjórn lögreglu.“ Ekki hefur náðst í aðstoðarmann heilbrigðisráðherra um helgina.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira