Braut lög á myndbandi: Bíl ráðherra ekið á gangstéttinni á móti rauðu ljósi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. ágúst 2015 10:48 Eftir ríkisstjórnarfund á föstudag ók bílstjóri Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra ráðherrabílnum eftir gangstétt Lækjargötunnar og beygði upp Hverfisgötuna án þess að virða logandi rautt ljós. Tökumaður Stöðvar 2 var á staðnum og náði myndbandi af atvikinu. Myndbandið má sjá hér fyrir ofan. Í því sést hvar Kristján Þór hleypur í rigningunni að bílnum, sest í farþegasæti bifreiðarinnar og því næst beygir bíllinn til hægri upp á gangstéttina án sjáanlegrar ástæðu. Í myndbandinu má sjá að sex bílar eru kyrrstæðir og bíða farþega. Auk þeirra er hvítur fólksbíll á rauðu ljósi við gatnamótin. Enginn þessara bíla hindrar för bíls heilbrigðisráðherra að nokkru leyti.Bílstjóri Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra virti umferðarreglur að vettugi eftir ríkisstjórnarfund á föstudag.vísir/pjeturÞrátt fyrir að svo hefði verið er ólöglegt að aka upp á gangstétt og við því liggur fimm þúsund króna sekt; stofni bílstjóri engum í hættu. Þetta segir lögregluþjónn hjá Umferðardeild lögreglu. „Valdi menn hættu liggur við brotinu fimmtán þúsund króna sekt. Síðan er matsatriði hvað sé hætta; voru vegfarendur, ók hann glannalega og þess háttar.“ Lögregluþjónninn segist ekki viss um hvort bíllinn teljist brotlegur gagnvart rauða ljósinu til viðbótar við fyrra brot þar sem hann ekur hægra megin við umferðarljósin. „Það er spurning hvort hægt sé að túlka þetta sem akstur á móti rauðu ljósi. Það er atriði sem lögfræðingarnir okkar myndu skoða.“ Sektin við því broti nemur fimmtán þúsund krónum. Auk fjársektar fá ökumenn punkt í ökuferilskrá. „Nei,“ svarar lögregluþjónninn spurður hvort um ráðherrabíla eða -bílstjóra gildi aðrar umferðarreglur en um aðra í umferðinni. „Ráðherrabílum ber að fara eftir umferðarlögum sem eru í gildi. En í opinberum fylgdum, ef ráðherrar eru í lögreglufylgd, gilda aðrar reglur. Þá eru þeir undir stjórn lögreglu.“ Ekki hefur náðst í aðstoðarmann heilbrigðisráðherra um helgina. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Eftir ríkisstjórnarfund á föstudag ók bílstjóri Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra ráðherrabílnum eftir gangstétt Lækjargötunnar og beygði upp Hverfisgötuna án þess að virða logandi rautt ljós. Tökumaður Stöðvar 2 var á staðnum og náði myndbandi af atvikinu. Myndbandið má sjá hér fyrir ofan. Í því sést hvar Kristján Þór hleypur í rigningunni að bílnum, sest í farþegasæti bifreiðarinnar og því næst beygir bíllinn til hægri upp á gangstéttina án sjáanlegrar ástæðu. Í myndbandinu má sjá að sex bílar eru kyrrstæðir og bíða farþega. Auk þeirra er hvítur fólksbíll á rauðu ljósi við gatnamótin. Enginn þessara bíla hindrar för bíls heilbrigðisráðherra að nokkru leyti.Bílstjóri Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra virti umferðarreglur að vettugi eftir ríkisstjórnarfund á föstudag.vísir/pjeturÞrátt fyrir að svo hefði verið er ólöglegt að aka upp á gangstétt og við því liggur fimm þúsund króna sekt; stofni bílstjóri engum í hættu. Þetta segir lögregluþjónn hjá Umferðardeild lögreglu. „Valdi menn hættu liggur við brotinu fimmtán þúsund króna sekt. Síðan er matsatriði hvað sé hætta; voru vegfarendur, ók hann glannalega og þess háttar.“ Lögregluþjónninn segist ekki viss um hvort bíllinn teljist brotlegur gagnvart rauða ljósinu til viðbótar við fyrra brot þar sem hann ekur hægra megin við umferðarljósin. „Það er spurning hvort hægt sé að túlka þetta sem akstur á móti rauðu ljósi. Það er atriði sem lögfræðingarnir okkar myndu skoða.“ Sektin við því broti nemur fimmtán þúsund krónum. Auk fjársektar fá ökumenn punkt í ökuferilskrá. „Nei,“ svarar lögregluþjónninn spurður hvort um ráðherrabíla eða -bílstjóra gildi aðrar umferðarreglur en um aðra í umferðinni. „Ráðherrabílum ber að fara eftir umferðarlögum sem eru í gildi. En í opinberum fylgdum, ef ráðherrar eru í lögreglufylgd, gilda aðrar reglur. Þá eru þeir undir stjórn lögreglu.“ Ekki hefur náðst í aðstoðarmann heilbrigðisráðherra um helgina.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira