Innlent

Braut gegn fjórtán ára stúlku

Neyðarmóttaka Farið var með stúlkuna á móttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis.
Neyðarmóttaka Farið var með stúlkuna á móttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

Karlmaður á fertugsaldri, Gísli Birgisson, hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem þá var fjórtán ára en hann þrjátíu og tveggja.

Hann var jafnframt dæmdur til að greiða henni 800 þúsund krónur í miskabætur, auk rúmlega 700 þúsund króna í málskostnað. Athæfið átti sér stað í maí á síðasta ári.

Stúlkan hafði nokkrum sinnum gætt barns fyrir manninn og konu hans. Áður en brotið átti sér stað hafði hann ástundað að hringja í stúlkuna án ástæðu og einnig áttu þau samskipti á MSN. Kvöldið sem kynferðisbrotið var framið var stúlkan að passa og maðurinn ætlaði að keyra hana heim. Þess í stað ók hann með hana að verksmiðjuhúsnæði í Grafarvogi þar sem hann áreitti hana kynferðislega í bílnum.

Málið komst upp nokkru síðar þegar stúlkan sagði bróður sínum og kærustu hans að maðurinn sem hún hefði verið að passa fyrir hefði nauðgað sér.

Maðurinn neitaði sök. Í dómsniðurstöðu segir að hann hafi verið fundinn sekur um að hafa haft kynferðismök við stúlkuna. Hann hafði haft yfirburðastöðu gagnvart henni vegna aldurs- og aflsmunar.

- jss



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×