Lífið

Bræddi salt og sprengdi vatnsmelónur í tætlur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kókoshneturnar og vatnsmelónurnar áttu aldrei séns.
Kókoshneturnar og vatnsmelónurnar áttu aldrei séns. Vísir/Skjáskot
Það er bókstaflega allt til á YouTube og þar virðast menn oft hafa sérstakan áhuga á því að eyðileggja hluti og taka það upp.

Skemmst er að minnast þess að milljónir manns horfa á hvert myndband sem Finninn Lauri Vuohensilta gerir en hann kremur hluti með vökvapressu.

Snillingarnir hjá Backyard Scientists eru engir eftirbátar Vuohensilta og hafa þeir gefið út myndband þar sem þeir bræða salt og hella því á kókoshnetur og vatnsmelónum með kraftmiklum afleiðingum.

Raunar má segja að kókoshneturnar og vatnsmelónurnar hafi aldrei átt séns en sjá má afraksturinn í hægri endursýningu hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×