Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2015 15:15 "Þetta virðist ætla að verða eilífur bardagi,“ segir Kristín Heimisdóttir. vísir/anton brink Öll börn í tíunda bekk, utan höfuðborgarsvæðisins, munu í næsta mánuði fá gjöf í tilefni hinnar árlegu tannverndarviku sem hefst föstudaginn 6. febrúar. Börn í Reykjavík eru þarna undanskilin þar sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma, séu á gjöfunum merkingar. Um var að ræða tannbursta, tannkrem og tannþráð frá fimm mismunandi framleiðendum. Tannlæknafélag Íslands hefur ásamt tannlæknadeild Háskóla Íslands og landlæknisembættinu staðið fyrir átakinu sem er til þess fallið að vekja athygli á almennri tannhirðu og heilbrigðum lífsstíl. Skólastjórnendur í grunnskólum landsins fengu því á síðasta ári bréf með boði um heimsókn í skólana, þeim að kostnaðarlausu. Að sögn Kristínar Heimisdóttur, formanns Tannlæknafélags Íslands, mæltist það vel fyrir, en skömmu síðar barst henni tölvupóstur frá Reykjavíkurborg. „Fræðslan er í raun vel þegin en gjafirnar ekki. Það er eiginlega eins og verið sé að kenna þér að skrifa en færð samt ekki blýant,“ segir Kristín. „En það vekur athygli að Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem gerir athugasemdir.“Kristín segir að öll vinna sem lögð er í verkefnið sé sjálfboðavinna, en að pökkun og dreifing á gjöfunum kosti um 200-300 þúsund krónur.vísir/gettyÖllum framleiðendum boðið að vera með Málið var þó eins statt í tannverndarvikunni í fyrra en Reykjavíkurborg gaf undan eftir umfjöllun fjölmiðla og gjafirnar voru afhentar börnum á skólatíma. „Ég skil tilganginn með þessum reglum, og skil að tilgangurinn sé sá að það eigi ekki að nýta sér börn til að markaðssetja vöru. En það er ekki það sem við erum að gera og við bjóðum öllum framleiðendum til að taka þátt í þessu verkefni með okkur,“ segir Kristín. „Þannig að þessar reglur eru góðar og gildar en oft gengur þetta of langt. Það á að vera hægt að treysta dómgreind skólastjórnenda – jafnvel í samráði við foreldrafélag og þá hægt að taka sameiginlega ákvörðun,“ bætir hún við. Í fjórðu grein reglna Reykjavíkurborgar segir: „Gjafir frá fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum til starfsstaða SFS (Skóla- og frístundasvið) má þiggja ef stjórnandi telur að þær samræmist stefnu SFS og með því skilyrði að ekki sé á þeim auglýsingamerkingar. [..] Starfsstaðir SFS veita ekki leyfi til að dreifa gjöfum sem ætlaðar eru börnum til einkaeignar innan starfsstaðanna á starfstíma þeirra (skólatíma) og er ekki heimilt að veita þriðja aðila leyfi til slíks.“Eilífur bardagiKristín segir að öll vinna sem lögð er í verkefnið sé sjálfboðavinna, en að pökkun og dreifing á gjöfunum kosti um 200-300 þúsund krónur. Þá taki tannlæknar sér frí frá sinni vinnu til þess að fræða og upplýsa. Tannlæknar hafi engan ávinning af því, né að afhenda börnunum gjafirnar. Þær í raun flæki framkvæmd átaksins en séu gefnar í fræðsluskyni. Því verði ekki ráðist í það verkefni að finna aðra leið til að gefa börnunum tannburstana. „Þetta virðist ætla að verða eilífur bardagi,“ segir Kristín að lokum. Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Öll börn í tíunda bekk, utan höfuðborgarsvæðisins, munu í næsta mánuði fá gjöf í tilefni hinnar árlegu tannverndarviku sem hefst föstudaginn 6. febrúar. Börn í Reykjavík eru þarna undanskilin þar sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma, séu á gjöfunum merkingar. Um var að ræða tannbursta, tannkrem og tannþráð frá fimm mismunandi framleiðendum. Tannlæknafélag Íslands hefur ásamt tannlæknadeild Háskóla Íslands og landlæknisembættinu staðið fyrir átakinu sem er til þess fallið að vekja athygli á almennri tannhirðu og heilbrigðum lífsstíl. Skólastjórnendur í grunnskólum landsins fengu því á síðasta ári bréf með boði um heimsókn í skólana, þeim að kostnaðarlausu. Að sögn Kristínar Heimisdóttur, formanns Tannlæknafélags Íslands, mæltist það vel fyrir, en skömmu síðar barst henni tölvupóstur frá Reykjavíkurborg. „Fræðslan er í raun vel þegin en gjafirnar ekki. Það er eiginlega eins og verið sé að kenna þér að skrifa en færð samt ekki blýant,“ segir Kristín. „En það vekur athygli að Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem gerir athugasemdir.“Kristín segir að öll vinna sem lögð er í verkefnið sé sjálfboðavinna, en að pökkun og dreifing á gjöfunum kosti um 200-300 þúsund krónur.vísir/gettyÖllum framleiðendum boðið að vera með Málið var þó eins statt í tannverndarvikunni í fyrra en Reykjavíkurborg gaf undan eftir umfjöllun fjölmiðla og gjafirnar voru afhentar börnum á skólatíma. „Ég skil tilganginn með þessum reglum, og skil að tilgangurinn sé sá að það eigi ekki að nýta sér börn til að markaðssetja vöru. En það er ekki það sem við erum að gera og við bjóðum öllum framleiðendum til að taka þátt í þessu verkefni með okkur,“ segir Kristín. „Þannig að þessar reglur eru góðar og gildar en oft gengur þetta of langt. Það á að vera hægt að treysta dómgreind skólastjórnenda – jafnvel í samráði við foreldrafélag og þá hægt að taka sameiginlega ákvörðun,“ bætir hún við. Í fjórðu grein reglna Reykjavíkurborgar segir: „Gjafir frá fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum til starfsstaða SFS (Skóla- og frístundasvið) má þiggja ef stjórnandi telur að þær samræmist stefnu SFS og með því skilyrði að ekki sé á þeim auglýsingamerkingar. [..] Starfsstaðir SFS veita ekki leyfi til að dreifa gjöfum sem ætlaðar eru börnum til einkaeignar innan starfsstaðanna á starfstíma þeirra (skólatíma) og er ekki heimilt að veita þriðja aðila leyfi til slíks.“Eilífur bardagiKristín segir að öll vinna sem lögð er í verkefnið sé sjálfboðavinna, en að pökkun og dreifing á gjöfunum kosti um 200-300 þúsund krónur. Þá taki tannlæknar sér frí frá sinni vinnu til þess að fræða og upplýsa. Tannlæknar hafi engan ávinning af því, né að afhenda börnunum gjafirnar. Þær í raun flæki framkvæmd átaksins en séu gefnar í fræðsluskyni. Því verði ekki ráðist í það verkefni að finna aðra leið til að gefa börnunum tannburstana. „Þetta virðist ætla að verða eilífur bardagi,“ segir Kristín að lokum.
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira