Borgin opnar ungbarnadeildir á leikskólum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2017 12:15 Aðgerðaáætlun í leikskólamálum var samþykkt í borgarráði í morgun vísir/eyþór Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun aðgerðir til að bæta þjónustu við foreldra með ung börn. Samþykktin byggir á tillögum stýrihópsins Brúum bilið og verður áætlunin fjármögnuð með breyttri ráðstöfun fjárheimilda. Frá og með næsta hausti verða settar á fót ungbarnadeildir við fjóra leikskóla borgarinnar og verða þær sérhæfðar, með aðstöðu, leikrými og búnaði sem hæfir þroska og tryggir öryggi barna á öðru og þriðja aldursári. Hægt verður að innrita börn fædd á árinu 2016 (á tímabilinu janúar-apríl) á ungbarnadeildir auk forgangsbarna frá 12 mánaða aldri. Stefnt er að því að slíkar ungbarnadeildir verði starfræktar í öllum hverfum borgarinnar, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í fyrsta áfanga verða settar á fót sjö ungbarnadeildir við leikskólana Miðborg, Holt (Breiðholti), Sunnuás (Laugardal) og Blásali (Árbæjarhverfi) og taka þær til starfa í ágúst/september 2017. Í Miðborg er gert ráð fyrir tveimur ungbarnadeildum fyrir um 25 börn, í Holti er gert ráð fyrir 15 barna deild, í Sunnuási verða tvær ungbarnadeildir fyrir 24 börn og í Blásölum tvær deildir fyrir allt að 25 börn. Alls verður pláss fyrir um 90 börn á þessum sjö ungbarnadeildum. Heildarkostnaður vegna búnaðar og endurbóta á lóðum og húsnæði fyrir þessar sjö ungbarnadeildir er áætlaður um 22,5 milljónir á árinu 2017 en en einnig er stefnt að því að reisa nýjan ungbarnaleikskóla á Kirkjusandi sem mun starfa með leikskólanum Hofi. Skoða hvernig fjölga megi plássum fyrir ung börn á almennum deildum Á næstu mánuðum verður tekið saman yfirlit um hvernig fjölga megi plássum fyrir ung börn á almennum leikskóladeildum borgarinnar frá og með haustinu og jafnframt verður plássum fyrir ung börn fjölgað í sjálfstætt starfandi leikskólum í borginni um allt að 200, í samræmi við umsóknir þar um. Áætlaður heildarkostnaður vegna þessa á árinu 2017 er kr. 93,5 milljónir Síðasti liðurinn í aðgerðaráætlun þessa árs felur í sér að niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum verða hækkaðar um 10% til viðbótar við 2,5% hækkun sem tók gildi um áramótin. Þá verður settur á fót starfshópur með þátttöku félaga dagforeldra sem mun móta tillögur um leiðir til að auka gæði og öryggi í þjónustu dagforeldra. Þá stendur til að auglýsa eftir nýjum dagforeldrum til að mæta aukinni eftirspurn eftir þjónustu þeirra. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna þessa er um 47,3 milljónir Heildarkostnaðar vegna fyrrnefndra aðgerða nemur alls 163,4 milljónir á þessu ári. Nú er að störfum starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara sem skila mun tillögum sínum um mitt ár. Samhliða verður lögð aukin áhersla á að auglýsa og kynna störf á leikskólum Reykjavíkurborgar sem eftirsóknarverð og gefandi störf með börnum í skapandi umhverfi. Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun aðgerðir til að bæta þjónustu við foreldra með ung börn. Samþykktin byggir á tillögum stýrihópsins Brúum bilið og verður áætlunin fjármögnuð með breyttri ráðstöfun fjárheimilda. Frá og með næsta hausti verða settar á fót ungbarnadeildir við fjóra leikskóla borgarinnar og verða þær sérhæfðar, með aðstöðu, leikrými og búnaði sem hæfir þroska og tryggir öryggi barna á öðru og þriðja aldursári. Hægt verður að innrita börn fædd á árinu 2016 (á tímabilinu janúar-apríl) á ungbarnadeildir auk forgangsbarna frá 12 mánaða aldri. Stefnt er að því að slíkar ungbarnadeildir verði starfræktar í öllum hverfum borgarinnar, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í fyrsta áfanga verða settar á fót sjö ungbarnadeildir við leikskólana Miðborg, Holt (Breiðholti), Sunnuás (Laugardal) og Blásali (Árbæjarhverfi) og taka þær til starfa í ágúst/september 2017. Í Miðborg er gert ráð fyrir tveimur ungbarnadeildum fyrir um 25 börn, í Holti er gert ráð fyrir 15 barna deild, í Sunnuási verða tvær ungbarnadeildir fyrir 24 börn og í Blásölum tvær deildir fyrir allt að 25 börn. Alls verður pláss fyrir um 90 börn á þessum sjö ungbarnadeildum. Heildarkostnaður vegna búnaðar og endurbóta á lóðum og húsnæði fyrir þessar sjö ungbarnadeildir er áætlaður um 22,5 milljónir á árinu 2017 en en einnig er stefnt að því að reisa nýjan ungbarnaleikskóla á Kirkjusandi sem mun starfa með leikskólanum Hofi. Skoða hvernig fjölga megi plássum fyrir ung börn á almennum deildum Á næstu mánuðum verður tekið saman yfirlit um hvernig fjölga megi plássum fyrir ung börn á almennum leikskóladeildum borgarinnar frá og með haustinu og jafnframt verður plássum fyrir ung börn fjölgað í sjálfstætt starfandi leikskólum í borginni um allt að 200, í samræmi við umsóknir þar um. Áætlaður heildarkostnaður vegna þessa á árinu 2017 er kr. 93,5 milljónir Síðasti liðurinn í aðgerðaráætlun þessa árs felur í sér að niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum verða hækkaðar um 10% til viðbótar við 2,5% hækkun sem tók gildi um áramótin. Þá verður settur á fót starfshópur með þátttöku félaga dagforeldra sem mun móta tillögur um leiðir til að auka gæði og öryggi í þjónustu dagforeldra. Þá stendur til að auglýsa eftir nýjum dagforeldrum til að mæta aukinni eftirspurn eftir þjónustu þeirra. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna þessa er um 47,3 milljónir Heildarkostnaðar vegna fyrrnefndra aðgerða nemur alls 163,4 milljónir á þessu ári. Nú er að störfum starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara sem skila mun tillögum sínum um mitt ár. Samhliða verður lögð aukin áhersla á að auglýsa og kynna störf á leikskólum Reykjavíkurborgar sem eftirsóknarverð og gefandi störf með börnum í skapandi umhverfi.
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent