Borgarverðir aðstoði útigangsfólk 19. mars 2012 11:46 Borgarverðir eru færanlegt vettvangsteymi sérfræðinga sem mun þjónusta utangarðsfólk í Reykjavík. Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að þeim sé ætlað að aðstoða fólk sem á í erfiðleikum vegna vímuefnafíknar og/eða geðsjúkdóma og sem stöðu sinnar vegna lendir í aðstæðum á almannafæri sem það ræður ekki við eða veldur öðrum ónæði. Þá segir að borgarverðirnir muni aðstoða viðkomandi við að komast viðeigandi skjól eða kalla eftir annarri aðstoð eftir þörfum. „Markmiðið er að aðstoða viðkomandi við að komast í úrræði við hæfi. Jafnframt munu Borgarverðir sinna forvarnar- og leitarstarfi sem er til þess fallið að koma í veg að þessir einstaklingar lendi í erfiðleikum með sjálfa sig eða aðra eða lendi þeim aðstæðum að valda ónæði á almannafæri í Reykjavík. Öll aðstoð skal byggjast á grundvelli mannréttinda og skal mannréttindastefna Reykjavíkurborgar höfð að leiðarljósi." Velferðarsvið borgarinnar leggur til tvö stöðugildi fagaðila í verkefnið og Lögreglustjórinn á höfðuborgarsvæðinu leggur til eitt stöðugildi lögreglumanns. „Saman mynda þessir aðilar Borgarverði. Miðað skal við að þjónustutími Borgarvarða er virka daga frá 11-19 en þjónustutíminn skal vera sveigjanlegur eftir því sem þörf er á. Borgarverðir munu starfa frá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. Auk þess leggur Velferðarsvið til bifreið og aðstöðu fyrir starfsmenn verkefnisins." „Velferðarsvið tryggja samstarf við Hjálpræðisherinn á Íslandi sem nú þegar rekur dagsetur fyrir utangarðsfólk, Rauða kross Íslands vegna heilsubílsins, Frú Ragnheiðar, Gistiskýlið í Reykjavík, næturathvarf fyrir heimilislausa karla, Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur og önnur úrræði sem sérstaklega eru ætluð utangarðsfólki," segir ennfremur. Þá kemur fram að þau erindi sem berist til borgarvarða verði skráð og ástæður útkalla kortlagðar og hvernig brugðist er við hverju sinni. „Með því er hægt að sjá betur hvar skóinn kreppir í þjónustu við utangarðsfólk. Starfsmenn eru bundnir þagnarskyldu um hvað eina sem snýr að notendum þjónustunnar og meðferð persónuupplýsinga í samræmi við lög og reglur þar að lútandi." Stöður Borgarvarða munu brátt taka til starfa en stöður þeirra voru auglýstar í blöðum um helgina, segir að lokum. Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Borgarverðir eru færanlegt vettvangsteymi sérfræðinga sem mun þjónusta utangarðsfólk í Reykjavík. Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að þeim sé ætlað að aðstoða fólk sem á í erfiðleikum vegna vímuefnafíknar og/eða geðsjúkdóma og sem stöðu sinnar vegna lendir í aðstæðum á almannafæri sem það ræður ekki við eða veldur öðrum ónæði. Þá segir að borgarverðirnir muni aðstoða viðkomandi við að komast viðeigandi skjól eða kalla eftir annarri aðstoð eftir þörfum. „Markmiðið er að aðstoða viðkomandi við að komast í úrræði við hæfi. Jafnframt munu Borgarverðir sinna forvarnar- og leitarstarfi sem er til þess fallið að koma í veg að þessir einstaklingar lendi í erfiðleikum með sjálfa sig eða aðra eða lendi þeim aðstæðum að valda ónæði á almannafæri í Reykjavík. Öll aðstoð skal byggjast á grundvelli mannréttinda og skal mannréttindastefna Reykjavíkurborgar höfð að leiðarljósi." Velferðarsvið borgarinnar leggur til tvö stöðugildi fagaðila í verkefnið og Lögreglustjórinn á höfðuborgarsvæðinu leggur til eitt stöðugildi lögreglumanns. „Saman mynda þessir aðilar Borgarverði. Miðað skal við að þjónustutími Borgarvarða er virka daga frá 11-19 en þjónustutíminn skal vera sveigjanlegur eftir því sem þörf er á. Borgarverðir munu starfa frá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. Auk þess leggur Velferðarsvið til bifreið og aðstöðu fyrir starfsmenn verkefnisins." „Velferðarsvið tryggja samstarf við Hjálpræðisherinn á Íslandi sem nú þegar rekur dagsetur fyrir utangarðsfólk, Rauða kross Íslands vegna heilsubílsins, Frú Ragnheiðar, Gistiskýlið í Reykjavík, næturathvarf fyrir heimilislausa karla, Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur og önnur úrræði sem sérstaklega eru ætluð utangarðsfólki," segir ennfremur. Þá kemur fram að þau erindi sem berist til borgarvarða verði skráð og ástæður útkalla kortlagðar og hvernig brugðist er við hverju sinni. „Með því er hægt að sjá betur hvar skóinn kreppir í þjónustu við utangarðsfólk. Starfsmenn eru bundnir þagnarskyldu um hvað eina sem snýr að notendum þjónustunnar og meðferð persónuupplýsinga í samræmi við lög og reglur þar að lútandi." Stöður Borgarvarða munu brátt taka til starfa en stöður þeirra voru auglýstar í blöðum um helgina, segir að lokum.
Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira