Innlent

Borgarstjórn skorar á ríkisstjórn að halda þjóðaratkvæðagreiðslu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Jón Gnarr borgarstjóri lagði tillöguna fyrir á borgarstjórnarfundi rétt í þessu.
Jón Gnarr borgarstjóri lagði tillöguna fyrir á borgarstjórnarfundi rétt í þessu. Vísir/Vilhelm
Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur hefur skorað á ríkisstjórnina að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu.

Jón Gnarr borgarstjóri lagði tillöguna fyrir á borgarstjórnarfundi rétt í þessu. Hann hélt ekki sérstaka ræðu um áskorunina, heldur lagði hana til umræðu borgarstjóranar sem ræðir hana nú.

Meirihluti borgarstjórnar telur að með því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu muni „ríkisstjórnin leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið.“

Áskorunin hljóðar svo í heild sinni:



Borgarstjórn Reykjavíkur

18. mars 2014

Ályktunartillaga borgarstjórnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu.

Borgarstjórn Reykjavíkur skorar á Alþingi að tryggja aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu. Í samræmi við gefin fyrirheit verði dregin til baka tillaga um að viðræðum verði slitið og ákvörðun um framhald þeirra sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því mun ríkisstjórnin leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið.


kl. 16:08 Greidd hafa verið atkvæði um tillöguna.  Hún var samþykkt með 10 atkvæðum,  borgarfulltrúa Samfylkingar, VG og Bjartar framtíðar.  5 borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×