Innlent

Borgarstjórinn beðinn um að reyna fyrir sér í stórmynd Stillers

Karen Kjartansdóttir skrifar
Hollywood-leikarinn Ben Stiller hefur leitað til Jóns Gnarr borgarstjóra vegna hlutverks í mynd sem leikarinn vinnur að og verður að hluta til tekin hér á landi. Mikið verður um kvikmyndastjörnur hér á landi á næstu mánuðum.

Gamanleikarinn Ben Stiller ætlar að taka hér upp myndina The Secret Life of Walter Mitty.

Það vakti mikla athygli þegar leikarinn kom hingað til lands síðastliðið haust en hann tísti mikið um ferð sína á Twitter og virtist stórhrifinn af landi og þjóð.

En Ben ásælist ekki aðeins krafta íslenskrar náttúru hann hefur haft samband við sjálfan borgarstjóra vegna hlutverks í myndinni.

Borgarstjórinn játaði að það hefði verið leitað til hans, „ég var beðinn um að koma í prufu fyrir bandaríska stórmynd," sagði hann en Jón er enginn nýgræðingur þegar það kemur að kvikmyndaleik. Ekki er ljóst hvort hann muni reyna fyrir sér, sjálfum þótti hann mikilvægara að fylgja „þornunum" þremur, sem voru þekking, áhugi og reynsla.

Hvað sem borgarstjórinn gerir er ljóst að mikið verður að gera hjá aukaleikurum og framleiðslufyrirtækjum hér á landi á næstu mánuðum.

Meðal annars er von er Tom Crusie hingað til lands um næstu mánaðarmót, vegna myndarinnar Oblivion. Hann hefur auk þess upplýst að hann yrði að vinna hér á landi á fimmtugsafmæli sínu sínum 3. júlí.

Þá ætlar leikstjórinn Darren Aronofsky að kvikmynda myndina Noah hér á landi en með aðalhlutverkið í þeirri mynd fer Russell Crowe en auk þess er hugsanlegt að leikkonan Emma Watson leiki í þeirri mynd.

Þá má líka nefna að gera kvikmyndina Days of Gray hér á landi í sumar en um er að ræða alþjóðlega þögla mynd sem hljómsveitin Hjaltalín semur tónlistina við.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×