Körfubolti

Booker með 34 stig á 30 mínútum | Myndbönd

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Barist í leik Nuggets og Lakers í nótt
Barist í leik Nuggets og Lakers í nótt vísir/ap
Körfuboltalið NBA-deildarinnar undirbúa sig af kappi fyrir komandi keppnistímabil og voru tveir æfingaleiki í nótt þar sem Devin Booker stal senunni.

Booker skoraði 34 stig þegar lið hans Phoenix Suns tapaði 110-115 fyrir Portland Trail Blazers. Booker er að hefja annað ár sitt í deildinni og þykir góð skytta. Hann lék 30 mínútur í leiknum og hitti úr 15 af 23 skotum sínum.

Þjálfarar liðanna leggja yfirleitt lítið kapp á að vinna æfingaleikina og leika lykilmenn að jafnaði ekki margar mínútur. Damian Lillard helsta stjarna Trail Blazers skoraði 18 stig á 24 mínútum en Shabazz Napier var stigahæstur liðsins af bekknum með 20 stig.

Í hinum leik næturinnar vann Denver Nuggets Los Angeles Lakers 101-97 þar sem úrslitin réðust á síðustu sex mínútunum. Þá skoraði Nuggets 18 stig gegn 5 á sama tíma og lykilmenn liðanna sátu á bekknum.

Will Barton skoraði 20 stig fyrir Nuggets og Jusuf Nurkic 18 auk þess að taka 14 fráköst. Nýliðinn Jamal Murray skoraði 16 stig af bekknum fyrir Nuggets.

D`Angelo Russell skoraði 21 stig fyrir Lakers og Jordan Clarkson 15. Brandon Ingram sem valinn var annar í nýliðavalinu í voru skoraði 6 stig af bekknum en Lakers skoraði 18 stigum meira en Nuggets þær 17 mínútur sem hann var á vellinum.

Helstu tilþrif næturinnar og fyrstu körfu Ingram fyrir Lakers með sjá hér að neðan.

Booker fer á kostum: Ingram kemst á blað: Fimm bestu tilþrif næturinnar:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×