Bono gerði víðreist um Ísland Kristján Hjálmarsson skrifar 2. janúar 2014 15:51 Bono fór víða á þeim stutta tíma sem hann dvaldist hér á landi. Kort/Garðar Írski tónlistarmaðurinn Bono, söngvari U2, flaug af landi brott á einkaþotu sinni í gærkvöldi. Bono eyddi tveimur sólarhringum hér á landi í faðmi fjölskyldu sinnar og vina og naut sín vel, samkvæmt heimildum Vísis. Eins og fram kom á Vísi í gær bankaði Bono meðal annars upp á hjá Ólafi Stefánssyni handboltakappa og fékk að kíkja í alvöru íslenska nýársgleði á Sjafnargötunni. Þá kíkti hann einnig í annað heimahús í Þingholtunum. Fyrr um kvöldið hafði Bono gætt sér á kvöldverði á veitingastaðnum Dill í Norræna húsinu. Því næst lá leið hans upp á Skólavörðuholt þar sem hann fylgdist með Íslendingum fagna nýju ári með flugeldum. Bono og fjölskylda sváfu þó ekki frameftir eftir áramótagleðina því í gær fóru þau í þyrluferð um Ísland og skoðuðu sig meðal annars um á Þingvöllum, Hengilssvæðinu, Eyjafjallajökli, í Þórsmörk og á Suðurnesjum. Ferðin endaði svo í Bláa lóninu þar sem sem dekrað var við Bono og fjölskyldu. Samkvæmt heimildum Vísis var írski söngvarinn yfir sig hrifinn af lóninu og þjónustunni þar. Seinna um kvöldið fór Bono svo á Hamborgarabúlluna við Geirsgötu. Fjölskyldan kvaddi svo land og þjóð í gær og flaug í einkaþotu frá Reykjavíkurflugvelli til Dublinar, þar sem fjölskyldan býr. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Írski tónlistarmaðurinn Bono, söngvari U2, flaug af landi brott á einkaþotu sinni í gærkvöldi. Bono eyddi tveimur sólarhringum hér á landi í faðmi fjölskyldu sinnar og vina og naut sín vel, samkvæmt heimildum Vísis. Eins og fram kom á Vísi í gær bankaði Bono meðal annars upp á hjá Ólafi Stefánssyni handboltakappa og fékk að kíkja í alvöru íslenska nýársgleði á Sjafnargötunni. Þá kíkti hann einnig í annað heimahús í Þingholtunum. Fyrr um kvöldið hafði Bono gætt sér á kvöldverði á veitingastaðnum Dill í Norræna húsinu. Því næst lá leið hans upp á Skólavörðuholt þar sem hann fylgdist með Íslendingum fagna nýju ári með flugeldum. Bono og fjölskylda sváfu þó ekki frameftir eftir áramótagleðina því í gær fóru þau í þyrluferð um Ísland og skoðuðu sig meðal annars um á Þingvöllum, Hengilssvæðinu, Eyjafjallajökli, í Þórsmörk og á Suðurnesjum. Ferðin endaði svo í Bláa lóninu þar sem sem dekrað var við Bono og fjölskyldu. Samkvæmt heimildum Vísis var írski söngvarinn yfir sig hrifinn af lóninu og þjónustunni þar. Seinna um kvöldið fór Bono svo á Hamborgarabúlluna við Geirsgötu. Fjölskyldan kvaddi svo land og þjóð í gær og flaug í einkaþotu frá Reykjavíkurflugvelli til Dublinar, þar sem fjölskyldan býr.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira