Bonneau sleit hásin í hægri fæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2016 21:44 Stefan Bonneau er með slitna hásin í hægri fæti en það staðfesti Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í samtali við Vísi í kvöld. Bonneau var að spila sinn fyrsta leik í vetur eftir að hann sleit hásin í vinstri fæti á undirbúningstímabilinu í haust. Síðan þá hefur hann verið í endurhæfingu í Njarðvík. Bonneau náði aðeins að spila í þrjár mínútur og 37 sekúndur í kvöld áður en hann meiddist. Á þeim tíma náði hann ekki að skora stig, en tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu. Sjá einnig: Bonneau fór meiddur af velli „Ég fékk þær fréttir af spítalanum áðan að Stefan er með slitna hásin í hinum fætinum,“ sagði Gunnar þegar Vísir heyrði í honum í kvöld. „Það er eins sorglegt og það getur orðið, miðað við það ferli sem hann hefur verið í að undanförnu.“ „Við erum einfaldlega að taka utan um strákinn. Þetta er gríðarlegt sjokk og maður skilur þetta ekki alveg. Af hverju gerist þetta fyrir sama manninn eftir aðeins þrjár mínútur.“ Njarðvíkingar hafa verið með Bonneau hjá sér í allan vetur eftir að hann meiddist og Gunnar segir að það muni áfram standa honum til boða að vera í endurhæfingu í Njarðvík. „Við viljum taka fram að okkur þykir jafn vænt um þennan fót og hinn. Við munum taka strákinn að okkur og hlúa að honum, alveg eins og áður,“ segir Gunnar. „Þetta er ótrúlega svekkjandi. Maður er bara orðlaus. Hann var tilbúinn enda hefði hann aldrei farið í búning öðruvísi, án þess að fá grænt ljós frá sjúkraþjálfara. Það er ekkert við þá að sakast.“ „Nú er mitt fólk hjá honum. En Stefan er sterkur karakter og kann að brosa í gegnum vandræðin. Ég fékk fregnir af því strax.“ „Auðvitað er hann í áfalli en það eina sem við getum gert núna er að hugsa um hann. Við hugsum vel um okkar stráka og skiptir engu máli hvort þeir heita Stefan Bonneau eða ekki. Nú þarf hann á hjálp að halda og við munum veita hana.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 70-82 | Stjarnan svaraði Stjarnan bar sigurorð af Njarðvík, 70-82, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. 21. mars 2016 21:45 Bonneau fór meiddur af velli | Myndband Spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu með Njarðvík í vetur en haltraði af velli eftir þrjár mínútur. 21. mars 2016 19:48 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Stefan Bonneau er með slitna hásin í hægri fæti en það staðfesti Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í samtali við Vísi í kvöld. Bonneau var að spila sinn fyrsta leik í vetur eftir að hann sleit hásin í vinstri fæti á undirbúningstímabilinu í haust. Síðan þá hefur hann verið í endurhæfingu í Njarðvík. Bonneau náði aðeins að spila í þrjár mínútur og 37 sekúndur í kvöld áður en hann meiddist. Á þeim tíma náði hann ekki að skora stig, en tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu. Sjá einnig: Bonneau fór meiddur af velli „Ég fékk þær fréttir af spítalanum áðan að Stefan er með slitna hásin í hinum fætinum,“ sagði Gunnar þegar Vísir heyrði í honum í kvöld. „Það er eins sorglegt og það getur orðið, miðað við það ferli sem hann hefur verið í að undanförnu.“ „Við erum einfaldlega að taka utan um strákinn. Þetta er gríðarlegt sjokk og maður skilur þetta ekki alveg. Af hverju gerist þetta fyrir sama manninn eftir aðeins þrjár mínútur.“ Njarðvíkingar hafa verið með Bonneau hjá sér í allan vetur eftir að hann meiddist og Gunnar segir að það muni áfram standa honum til boða að vera í endurhæfingu í Njarðvík. „Við viljum taka fram að okkur þykir jafn vænt um þennan fót og hinn. Við munum taka strákinn að okkur og hlúa að honum, alveg eins og áður,“ segir Gunnar. „Þetta er ótrúlega svekkjandi. Maður er bara orðlaus. Hann var tilbúinn enda hefði hann aldrei farið í búning öðruvísi, án þess að fá grænt ljós frá sjúkraþjálfara. Það er ekkert við þá að sakast.“ „Nú er mitt fólk hjá honum. En Stefan er sterkur karakter og kann að brosa í gegnum vandræðin. Ég fékk fregnir af því strax.“ „Auðvitað er hann í áfalli en það eina sem við getum gert núna er að hugsa um hann. Við hugsum vel um okkar stráka og skiptir engu máli hvort þeir heita Stefan Bonneau eða ekki. Nú þarf hann á hjálp að halda og við munum veita hana.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 70-82 | Stjarnan svaraði Stjarnan bar sigurorð af Njarðvík, 70-82, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. 21. mars 2016 21:45 Bonneau fór meiddur af velli | Myndband Spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu með Njarðvík í vetur en haltraði af velli eftir þrjár mínútur. 21. mars 2016 19:48 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 70-82 | Stjarnan svaraði Stjarnan bar sigurorð af Njarðvík, 70-82, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. 21. mars 2016 21:45
Bonneau fór meiddur af velli | Myndband Spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu með Njarðvík í vetur en haltraði af velli eftir þrjár mínútur. 21. mars 2016 19:48