Innlent

Bölvun að lifa áhugaverða tíma

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sporðamælingar sem gerðar voru á 32 stöðum í fyrrahaust sýna að jöklar eru að hopa á nítján stöðum en ganga fram á fjórum. Þetta kemur fram í pistli Bergs Einarssonar í nýjasta fréttabréfi Jöklarannsóknarfélags Íslands.

Bergur segir ljóst að verði afkoma jökla neikvæð árum saman, líkt og hafi verið að undanskildum árunum 2014 og 2015, þá minnki jöklar og sporðar þeirra hverfi.

„Vert er að hafa í huga að þessar breytingar eru því miður á ábyrgð okkar mannfólksins og það er líklega frekar bölvun en blessun að lifa á áhugaverðum tímum,“ skrifar Bergur. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×