Boltinn er hjá Alþingi, ekki þýðendum Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Þessi grein er skrifuð í tilefni umræðna um þýðingu þýðenda og Alþingis á löggjöf Íslendinga í kjölfar fréttar af ummælum Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra. Ráðherra viðraði það í Fréttablaðinu hvort ekki væri hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. Eftirfarandi dæmi sýna hins vegar að ströng lög og strangar reglugerðir koma ekki aðeins frá Evrópusambandinu. Íþyngjandi lög og reglugerðir virðast koma frá Alþingi og íslenskum eftirlitsstofnunum og eru stundum í andstöðu við evrópsk lög um frelsi og frjálsan flutning vöru og þjónustu. Tilskipun ESB um umhverfismat segir að allar meiriháttar framkvæmdir sem hafa áhrif á umhverfið skuli fara í umhverfismat áður en framkvæmdir hefjast. Síðan skilgreinir tilskipunin nánar hvaða framkvæmdir teljast meiriháttar og þar á meðal eru tiltekin samgöngumannvirki. Til meiriháttar samgöngumannvirkja teljast langar járnbrautir, flugbrautir sem eru lengri en 2.100 metrar, hraðbrautir og nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km. Í íslensku löggjöfinni, lög um mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2000, eru mun fleiri framkvæmdir skyldaðar í umhverfismat. Með öðrum orðum þá er íslenska löggjöfin mun meira íþyngjandi en tilskipun ESB gefur tilefni til. Í íslensku löggjöfinni verða „nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km“ að „nýjum vegum sem eru 10 km eða lengri“. Almennir vegir á Íslandi þurfa að lúta sömu kröfum um umhverfismat og fjögurra akreina vegir innan ESB. Ekki er líklegt að þessi íþyngjandi íslenska löggjöf sé innleidd vegna villu í þýðingu. Líklegra er að íslenski löggjafinn vilji hafa lögin strangari en almennt gerist í Evrópu. Hefði Alþingi samþykkt lög um mat á umhverfisáhrifum samhljóða tilskipun ESB hefði vegur um Teigsskóg verið lagður án umhverfismats og tafa sem hafa hlotist af langvarandi deilum um áhrif vegar á skóginn. Sé það vilji Alþingis getur það fært íslensku lögin að tilskipun ESB og lagt venjulegan íslenskan þjóðveg um Teigsskóg án umhverfismats þar sem hann telst ekki meiriháttar framkvæmd samkvæmt tilskipun ESB. Svo er það annar íslenskur misskilningur eða þýðingarvilla að Teigsskógur sé skóglendi. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og málvenjum þá er Teigsskógur ekki skógur, á ensku „wood eða forest“ þar sem hann er ekki samfellt gróðurlendi sem er að jafnaði vaxinn 5 m eða hærri trjám. Teigsskógur er kjarr, á ensku „shrub“, en það er gróðurlendi sem er að jafnaði lægra en 6 m.Kadmíum í áburði Innan ESB hefur það verið kannað í áratugi hvort tilefni sé til þess að setja lög um hámark kadmíums í áburði. Ekki hefur verið talin ástæða til þess þrátt fyrir áratuga rannsóknir. Þrjú ríki innan ESB, Austurríki, Finnland og Svíþjóð, hafa hins vegar tímabundna undanþágu frá almennu viðskiptafrelsi með áburð innan ESB til þess að setja hámark á kadmíum í áburði. Ísland hefur sett hámark á kadmíum í áburði án sérstakrar heimildar frá ESB. Þegar Ísland setti slíkt hámark var miðað við ströngustu reglu sem finnst en hún finnst hjá Finnum. Hún er helmingi strangari en sú sem Svíar nota en þeir eru með næst ströngustu regluna. Samkvæmt skilningi ESB er þessi takmörkun á kadmíum viðskiptahindrun sem ekki byggir á vísindalegum grunni. Rannsóknir íslenskra vísindamanna, Þorsteins Þorsteinssonar, Friðriks Pálmasonar og Ingvars Björnssonar, benda til þess að ekki hafi stafað nein hætta af kadmíum í áburði á Íslandi. Hætta af kadmíum í áburði getur verið mismunandi eftir löndum, jarðvegi og úrkomu. Verulega íþyngjandi reglur um kadmíum í áburði eru því án vísindalegra raka og í andstöðu við reglur ESB um fjórfrelsið. Hér að ofan eru rakin tvö dæmi um íþyngjandi ákvarðanir Alþingis sem ganga mun lengra en tilskipanir ESB, jafnvel í andstöðu við meginreglu ESB um fjórfrelsið. Það má finna fleiri dæmi um eindreginn vilja íslenska löggjafarvaldsins til þess að vera kaþólskara en páfinn. Nægir þar að nefna íþyngjandi reglur um innflutning á kjöti. Löggjafarvaldið er Alþingis. Þá á Alþingi að fylgjast með því að framkvæmdavaldið, eftirlitsstofnanirnar, gangi ekki lengra en lög heimila í því að setja íþyngjandi reglugerðir. Boltinn er hjá Alþingi, ekki þýðendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Þessi grein er skrifuð í tilefni umræðna um þýðingu þýðenda og Alþingis á löggjöf Íslendinga í kjölfar fréttar af ummælum Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra. Ráðherra viðraði það í Fréttablaðinu hvort ekki væri hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. Eftirfarandi dæmi sýna hins vegar að ströng lög og strangar reglugerðir koma ekki aðeins frá Evrópusambandinu. Íþyngjandi lög og reglugerðir virðast koma frá Alþingi og íslenskum eftirlitsstofnunum og eru stundum í andstöðu við evrópsk lög um frelsi og frjálsan flutning vöru og þjónustu. Tilskipun ESB um umhverfismat segir að allar meiriháttar framkvæmdir sem hafa áhrif á umhverfið skuli fara í umhverfismat áður en framkvæmdir hefjast. Síðan skilgreinir tilskipunin nánar hvaða framkvæmdir teljast meiriháttar og þar á meðal eru tiltekin samgöngumannvirki. Til meiriháttar samgöngumannvirkja teljast langar járnbrautir, flugbrautir sem eru lengri en 2.100 metrar, hraðbrautir og nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km. Í íslensku löggjöfinni, lög um mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2000, eru mun fleiri framkvæmdir skyldaðar í umhverfismat. Með öðrum orðum þá er íslenska löggjöfin mun meira íþyngjandi en tilskipun ESB gefur tilefni til. Í íslensku löggjöfinni verða „nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km“ að „nýjum vegum sem eru 10 km eða lengri“. Almennir vegir á Íslandi þurfa að lúta sömu kröfum um umhverfismat og fjögurra akreina vegir innan ESB. Ekki er líklegt að þessi íþyngjandi íslenska löggjöf sé innleidd vegna villu í þýðingu. Líklegra er að íslenski löggjafinn vilji hafa lögin strangari en almennt gerist í Evrópu. Hefði Alþingi samþykkt lög um mat á umhverfisáhrifum samhljóða tilskipun ESB hefði vegur um Teigsskóg verið lagður án umhverfismats og tafa sem hafa hlotist af langvarandi deilum um áhrif vegar á skóginn. Sé það vilji Alþingis getur það fært íslensku lögin að tilskipun ESB og lagt venjulegan íslenskan þjóðveg um Teigsskóg án umhverfismats þar sem hann telst ekki meiriháttar framkvæmd samkvæmt tilskipun ESB. Svo er það annar íslenskur misskilningur eða þýðingarvilla að Teigsskógur sé skóglendi. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og málvenjum þá er Teigsskógur ekki skógur, á ensku „wood eða forest“ þar sem hann er ekki samfellt gróðurlendi sem er að jafnaði vaxinn 5 m eða hærri trjám. Teigsskógur er kjarr, á ensku „shrub“, en það er gróðurlendi sem er að jafnaði lægra en 6 m.Kadmíum í áburði Innan ESB hefur það verið kannað í áratugi hvort tilefni sé til þess að setja lög um hámark kadmíums í áburði. Ekki hefur verið talin ástæða til þess þrátt fyrir áratuga rannsóknir. Þrjú ríki innan ESB, Austurríki, Finnland og Svíþjóð, hafa hins vegar tímabundna undanþágu frá almennu viðskiptafrelsi með áburð innan ESB til þess að setja hámark á kadmíum í áburði. Ísland hefur sett hámark á kadmíum í áburði án sérstakrar heimildar frá ESB. Þegar Ísland setti slíkt hámark var miðað við ströngustu reglu sem finnst en hún finnst hjá Finnum. Hún er helmingi strangari en sú sem Svíar nota en þeir eru með næst ströngustu regluna. Samkvæmt skilningi ESB er þessi takmörkun á kadmíum viðskiptahindrun sem ekki byggir á vísindalegum grunni. Rannsóknir íslenskra vísindamanna, Þorsteins Þorsteinssonar, Friðriks Pálmasonar og Ingvars Björnssonar, benda til þess að ekki hafi stafað nein hætta af kadmíum í áburði á Íslandi. Hætta af kadmíum í áburði getur verið mismunandi eftir löndum, jarðvegi og úrkomu. Verulega íþyngjandi reglur um kadmíum í áburði eru því án vísindalegra raka og í andstöðu við reglur ESB um fjórfrelsið. Hér að ofan eru rakin tvö dæmi um íþyngjandi ákvarðanir Alþingis sem ganga mun lengra en tilskipanir ESB, jafnvel í andstöðu við meginreglu ESB um fjórfrelsið. Það má finna fleiri dæmi um eindreginn vilja íslenska löggjafarvaldsins til þess að vera kaþólskara en páfinn. Nægir þar að nefna íþyngjandi reglur um innflutning á kjöti. Löggjafarvaldið er Alþingis. Þá á Alþingi að fylgjast með því að framkvæmdavaldið, eftirlitsstofnanirnar, gangi ekki lengra en lög heimila í því að setja íþyngjandi reglugerðir. Boltinn er hjá Alþingi, ekki þýðendum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar