Innlent

Blindir leita til umboðsmanns

Mynd/GVA
Blindrafélagið gagnrýnir harðlega úrskurð úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála um ferðaþjónustu fyrir lögblinda í Kópavogi. Bærinn segir blindan pilt eiga að njóta sams konar aksturþjónustu og aðrir fatlaðir og hafnar að taka þátt í leigbílukostnaði hans.

 

Úrskurðarnefndin segir þjónustu bæjarins samræmast lögum. Þá niðurstöðu telur Blindrafélagið ranga og óviðunandi með hliðsjón af mannréttindum fatlaðra og hyggst leita til umboðsmanns Alþingis. - sv



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×