Innlent

Bláu ninjurnar harma skemmdirnar

Þjóðþrifahreyfingin, Bláu ninjurnar, harmar þær skemmdir sem urðu á upplýsingaskilti fyrirtækisins 365, sem Vísir tilheyrir, þegar þær voru að athafna sig fyrir utan fyrirtækið í dag. Í yfirlýsingu frá hreyfingunni segir að að Bláu ninjurnar séu friðsæl hreyfing „og dettur ekki í hug að vekja athygli á hugsjónum sínum með ofbeldi eða skemmdarverkum."

Hreyfingin segir í yfirlýsingunni að hún muni standa fyrir viðgerðum á skiltinu „yður að kostnaðarlausu sem allra fyrst, við fyrsta tækifæri."

„Við vonum að þetta komi í veg fyrir hvers kyns úlfúð á milli fylkinganna (þ.e. okkar og ykkar), og að engar slæmar tilfinningar búi um sig. Þú getur jú, þegar allt kemur til alls, ekki búið til ommelettu nema að brjóta nokkur egg.

Þetta er ekkert persónulegt, bara hugsjónir," segja ninjurnar.






Tengdar fréttir

Bláar ninjur brutu upplýsingaskilti fjölmiðlafyrirtækis

Sjö bláar ninjur léku listir sínar fyrir utan höfuðstöðvar fjölmiðlafyrirtækisins 365 í Skaftahlíð, sem Vísir.is tilheyrir, en ekki vildi betur til en að ein ninjan braut upplýsingaskilti fyrirtækisins í leikfimi sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×