Sport

Blandað lið unglinga fékk bronsið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/facebook-síða mótsins
Blandað lið unglinga í hópfimleikum fékk bronsverðlaun á Evrópumótinu sem nú stendur yfir í Laugardalnum, en úrslitakeppni í unglingaflokki fer fram í kvöld.

Íslenska liðið fékk 50,016 í einkunn (18,616 fyrir gólfæfingar, 15,350 fyrir æfingar á dýnu og 16,050 fyrir stökk).

Danir urðu Evrópumeistarar í þessum flokki, en danska liðið hlaut 53,116 í heildareinkunn. Það var efst á öllum á höldum. Norðmenn höfnuðu í þriðja sæti og Ítalir í því fjórða.

Nú stendur yfir keppni í unglingaflokki kvenna þar sem Ísland á titil að verja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×