Bjóst við að frjáls innflutningur nyti meiri stuðnings almennings 27. október 2014 07:00 Um það bil helmingur landsmanna vill heimila frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Fjörutíu og sjö prósent svöruðu spurningunni játandi, 42 prósent svöruðu spurningunni neitandi, 9 prósent voru óákveðin og 2 prósent svöruðu ekki spurningunni. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sögðust 53 prósent vilja heimila frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum og 47 prósent vildu ekki heimila frjálsan innflutning. Karlmenn eru hlynntari því að heimila frjálsan innflutning á landbúnaðarafurðum en konur og yngra fólk er hlynntara því að heimila frjálsan innflutning en eldra fólk. Séu niðurstöður skoðanakönnunarinnar greindar eftir stjórnmálaflokkum sést að langmestur stuðningur við frjálsan innflutning er á meðal svarenda sem sögðust mundu kjósa Bjarta framtíð. Sjötíu og fimm prósent þeirra segjast vilja frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum en einungis 25 prósent sögðust ekki vilja frjálsan innflutning. Næstmestur stuðningur er á meðal þeirra sem sögðust mundu kjósa Samfylkinguna en 65 prósent þeirra segjast vilja frjálsan innflutning en 35 prósent eru á móti. Minnstur stuðningur við frjálsan innflutning er á meðal þeirra svarenda sem styðja Framsóknarflokkinn, en 35 prósent þeirra eru hlynnt frjálsum innflutningi en 65 prósent á móti. Þegar svörin eru skoðuð eftir kjördæmum sést að stuðningurinn við frjálsan innflutning er mun meiri á meðal kjósenda sem búa í Reykjavík og í Suðvesturkjördæmi en annars staðar á landinu. Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, segir að þessar niðurstöður séu í samræmi við það sem hann hafi átt von á. Mikið hafi verið rætt um kjötinnflutning. „Og það er verið að flytja inn þó nokkuð af kjöti,“ segir hann. Kjötið sé flutt inn með kvóta og án kvóta. „En það er alltaf gott líka fyrir fólk að hafa val. Við höfum verið með nautalundir og svínarif,“ segir Pétur Alan. Melabúðin hefur einnig flutt inn kálfakjöt og Pétur segir að meirihluti af villibráð sem seld er hér sé erlend, til dæmis fyrir jólin. „Markaðurinn er bara það stór í lundum og okkur vantaði kjöt,“ segir Pétur Alan. „Ég held að það verði aukning í þessu ef eitthvað er. Sérstaklega á sumrin, þá vantar alltaf kjöt,“ segir hann. Hann segir að fjölgun ferðamanna á Íslandi hafi leitt af sér mikla neyslu af kjöti sem markaðurinn ráði ekki lengur við. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, segir hins vegar að niðurstaðan komi sér á óvart. „Ég hefði haldið að miðað við þunga einhliða umræðu þá væru fleiri sem vildu þetta svokallaða frelsi. Það hefur lítið komist að í umræðunni að meirihlutinn af matvörunni sem við kaupum er tolllaus erlend búvara sem við erum að kaupa í okkar heimilisrekstur. Það hefur lítið verið fjallað um að núna eins og síðustu Eurostat-mælingar sýna er verðlag á þeirri matvöru mun hærra en á íslensku búvörunni í samanburði á milli landa,“ segir Haraldur. Þetta sé staðreynd sem fólk hafi ekki séð mikið bera á í umræðunni. „Annað sem ég vil nefna og búið er að vera mikið í sviðsljósinu er verðlagning á mjólkurvörum. Samkvæmt verðkönnun ASÍ á mjólkurvörum er tólf prósenta verðmunur á milli hæsta og lægsta verðs,“ segir Haraldur. Séu hins vegar skoðaðar vörur á borð við grænmeti og ávexti, sem séu tolllausar, þá séu sjötíu prósent á milli hæsta og lægsta verðs í þeirri könnun. Haraldur segir einnig að samkvæmt Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, séu tolllausar vörur sem seldar eru hér 22 prósent yfir Evrópuverðinu en mjólkurvaran tólf prósent. „Þetta eru staðreyndir sem aldrei koma fram í þessari umræðu. Þannig að það kemur mér á óvart að það sé til fólk sem sér í gegnum þessa umræðu og er ekki tilbúið til að kasta frá sér því sem það hefur í dag á altari ímyndaðra tækifæra um lægra vöruverð og svo framvegis,“ segir Haraldur. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Um það bil helmingur landsmanna vill heimila frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Fjörutíu og sjö prósent svöruðu spurningunni játandi, 42 prósent svöruðu spurningunni neitandi, 9 prósent voru óákveðin og 2 prósent svöruðu ekki spurningunni. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sögðust 53 prósent vilja heimila frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum og 47 prósent vildu ekki heimila frjálsan innflutning. Karlmenn eru hlynntari því að heimila frjálsan innflutning á landbúnaðarafurðum en konur og yngra fólk er hlynntara því að heimila frjálsan innflutning en eldra fólk. Séu niðurstöður skoðanakönnunarinnar greindar eftir stjórnmálaflokkum sést að langmestur stuðningur við frjálsan innflutning er á meðal svarenda sem sögðust mundu kjósa Bjarta framtíð. Sjötíu og fimm prósent þeirra segjast vilja frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum en einungis 25 prósent sögðust ekki vilja frjálsan innflutning. Næstmestur stuðningur er á meðal þeirra sem sögðust mundu kjósa Samfylkinguna en 65 prósent þeirra segjast vilja frjálsan innflutning en 35 prósent eru á móti. Minnstur stuðningur við frjálsan innflutning er á meðal þeirra svarenda sem styðja Framsóknarflokkinn, en 35 prósent þeirra eru hlynnt frjálsum innflutningi en 65 prósent á móti. Þegar svörin eru skoðuð eftir kjördæmum sést að stuðningurinn við frjálsan innflutning er mun meiri á meðal kjósenda sem búa í Reykjavík og í Suðvesturkjördæmi en annars staðar á landinu. Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, segir að þessar niðurstöður séu í samræmi við það sem hann hafi átt von á. Mikið hafi verið rætt um kjötinnflutning. „Og það er verið að flytja inn þó nokkuð af kjöti,“ segir hann. Kjötið sé flutt inn með kvóta og án kvóta. „En það er alltaf gott líka fyrir fólk að hafa val. Við höfum verið með nautalundir og svínarif,“ segir Pétur Alan. Melabúðin hefur einnig flutt inn kálfakjöt og Pétur segir að meirihluti af villibráð sem seld er hér sé erlend, til dæmis fyrir jólin. „Markaðurinn er bara það stór í lundum og okkur vantaði kjöt,“ segir Pétur Alan. „Ég held að það verði aukning í þessu ef eitthvað er. Sérstaklega á sumrin, þá vantar alltaf kjöt,“ segir hann. Hann segir að fjölgun ferðamanna á Íslandi hafi leitt af sér mikla neyslu af kjöti sem markaðurinn ráði ekki lengur við. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, segir hins vegar að niðurstaðan komi sér á óvart. „Ég hefði haldið að miðað við þunga einhliða umræðu þá væru fleiri sem vildu þetta svokallaða frelsi. Það hefur lítið komist að í umræðunni að meirihlutinn af matvörunni sem við kaupum er tolllaus erlend búvara sem við erum að kaupa í okkar heimilisrekstur. Það hefur lítið verið fjallað um að núna eins og síðustu Eurostat-mælingar sýna er verðlag á þeirri matvöru mun hærra en á íslensku búvörunni í samanburði á milli landa,“ segir Haraldur. Þetta sé staðreynd sem fólk hafi ekki séð mikið bera á í umræðunni. „Annað sem ég vil nefna og búið er að vera mikið í sviðsljósinu er verðlagning á mjólkurvörum. Samkvæmt verðkönnun ASÍ á mjólkurvörum er tólf prósenta verðmunur á milli hæsta og lægsta verðs,“ segir Haraldur. Séu hins vegar skoðaðar vörur á borð við grænmeti og ávexti, sem séu tolllausar, þá séu sjötíu prósent á milli hæsta og lægsta verðs í þeirri könnun. Haraldur segir einnig að samkvæmt Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, séu tolllausar vörur sem seldar eru hér 22 prósent yfir Evrópuverðinu en mjólkurvaran tólf prósent. „Þetta eru staðreyndir sem aldrei koma fram í þessari umræðu. Þannig að það kemur mér á óvart að það sé til fólk sem sér í gegnum þessa umræðu og er ekki tilbúið til að kasta frá sér því sem það hefur í dag á altari ímyndaðra tækifæra um lægra vöruverð og svo framvegis,“ segir Haraldur.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira