Innlent

Björt framtíð í samtök frjálslyndra flokka í Evrópu

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/GVA
Umsókn Bjartrar framtíðar um áheyrnaraðild að ALDE-Party var samþykkt með 99% atkvæða á ársfundi samtakanna í Lundunum nú í morgun. ALDE-Party eru samtök frjálslyndra stjórnmálaflokka í Evrópu með aðild yfir 50 stjórnmálaflokka víðsvegar úr Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjartri framtíð.

Björt framtíð óskaði eftir aðild í sumar. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, ásamt fleiri fulltrúum BF fundaði í sumar með Graham Watson, formanni ALDE-Party.

„Við fundum það mjög hversu ríka samleið við eigum með frjálslyndum flokkum í Evrópu,“ sagði Guðmundur í tilkynningunni.

„Áherslan á mannréttindamál er mjög rík innan þessara flokka sem og áhersla á umhverfismál sem alþjóðlegt verkefni sem verður best leyst í samvinnu þjóða. Frjálslyndir flokkar ganga óhræddir og fordómalausir til slíks samstarfs. Það er sannfæring ALDE og okkar í Bjartri framtíð að mörg stærstu viðfangsefni samtímans, í umhverfismálum, efnahagsmálum og mannréttindamálum, verði best leyst með samstarfi þjóða, t.d. innan ESB. Þannig að við eigum ríka samleið með ALDE og munum vonandi læra margt of öðrum frjálslyndum flokkum í Evrópu og þeir af okkur,“ segir Guðmundur í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×