Björn Ingi gefur lítið fyrir ásakanir Kristins H. 29. janúar 2006 13:13 MYND/Anton Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og varaþingmaður, leiðir lista framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum í vor en hann vann nokkuð öruggan sigur í prófkjöri flokksins í borginni í gær. Hann segist bjartsýnn á að fylgi flokksins muni aukast fyrir kosningarnar. Björn Ingi fékk 1794 atkvæði í fyrsta sæti en Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi varð önnur með 1308 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Þá varð Óskar Bergsson í þriðja sæti í prófkjörinu með 1488 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti en þessi þrjú sóttust eftir að leiða lista framsóknarmanna. Í fjórða til sjötta sæti koma svo þrjár konur, þær Marsibil Sæmundardóttir, Ásrún Kristjánsdóttir og Elsa Ófeigsdóttir. Alls greiddu 3.908 atkvæði í prófkjörinu, þar af um þúsund utan kjörfundar. Björn Ingi var sigurreifur þegar NFS náði tali af honum í morgun. Hann sagði þetta afgerandi sigur og þakkaði hann stuðningsmönnum og íbúum borgarinnar fyrir stuðninginn. Björn segist hafa lagt upp með að vera jákvæður og málefnalegur í kosningabaráttunni sem hann telur að hafi tekist. Aðspurður hvort þessi nokkuð afgerandi niðurstaða hafi komið sér á óvart svarar hann „já og nei". Ekki náðist í Önnu Kristinsdóttur í morgun og voru þau skilaboð á talhólfi hennar að hún yrði erlendis næstu daga. Óskar Bergsson sagðist í samtali fréttastofu í morgun ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann taki þriðja sætið. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í fréttum NFS í gær að hópur háttsettra einstaklinga og forystufólks innan Framsóknarflokksins, tengd Birni Inga, muni reyna að hafa áhrif til að koma Kristni, og jafnvel fleiri þingmönnum flokksins, af framboðslista Framsóknarflokksins fyrir Alþingiskosningarnar á næsta ári. Björn Ingi gefur lítið fyrir þessar ásakanir og segir að Kristinn verði að finna þeim stað. Framsóknarmenn séu ekki að hugsa núna um prófkjör eða uppstillingar fyrir þingkosningarnar. „Ég veit ekki hvað þessi maður er að tala um," segir Björn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og varaþingmaður, leiðir lista framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum í vor en hann vann nokkuð öruggan sigur í prófkjöri flokksins í borginni í gær. Hann segist bjartsýnn á að fylgi flokksins muni aukast fyrir kosningarnar. Björn Ingi fékk 1794 atkvæði í fyrsta sæti en Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi varð önnur með 1308 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Þá varð Óskar Bergsson í þriðja sæti í prófkjörinu með 1488 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti en þessi þrjú sóttust eftir að leiða lista framsóknarmanna. Í fjórða til sjötta sæti koma svo þrjár konur, þær Marsibil Sæmundardóttir, Ásrún Kristjánsdóttir og Elsa Ófeigsdóttir. Alls greiddu 3.908 atkvæði í prófkjörinu, þar af um þúsund utan kjörfundar. Björn Ingi var sigurreifur þegar NFS náði tali af honum í morgun. Hann sagði þetta afgerandi sigur og þakkaði hann stuðningsmönnum og íbúum borgarinnar fyrir stuðninginn. Björn segist hafa lagt upp með að vera jákvæður og málefnalegur í kosningabaráttunni sem hann telur að hafi tekist. Aðspurður hvort þessi nokkuð afgerandi niðurstaða hafi komið sér á óvart svarar hann „já og nei". Ekki náðist í Önnu Kristinsdóttur í morgun og voru þau skilaboð á talhólfi hennar að hún yrði erlendis næstu daga. Óskar Bergsson sagðist í samtali fréttastofu í morgun ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann taki þriðja sætið. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í fréttum NFS í gær að hópur háttsettra einstaklinga og forystufólks innan Framsóknarflokksins, tengd Birni Inga, muni reyna að hafa áhrif til að koma Kristni, og jafnvel fleiri þingmönnum flokksins, af framboðslista Framsóknarflokksins fyrir Alþingiskosningarnar á næsta ári. Björn Ingi gefur lítið fyrir þessar ásakanir og segir að Kristinn verði að finna þeim stað. Framsóknarmenn séu ekki að hugsa núna um prófkjör eða uppstillingar fyrir þingkosningarnar. „Ég veit ekki hvað þessi maður er að tala um," segir Björn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira