Innlent

Björn Bjarnason fundaði með Baugsmönnum: Gunnar Smári bitbeinið

Valur Grettisson skrifar
Björn Bjarnason sagði ekki mikillar góðvildar að vænta svo lengi sem Gunnar Smári sæti í hásæti fjölmiðlanna.
Björn Bjarnason sagði ekki mikillar góðvildar að vænta svo lengi sem Gunnar Smári sæti í hásæti fjölmiðlanna.

Jónína Benediktsdóttir fullyrðir í nýútkominni ævisögu sinni að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi fundað með Hannesi Hólmsteini. Þá hitti  Björn Bjarnason aðstoðarmann Jóns Ásgeirs árið 2005, á hápunkti Baugsmálsins.

Hún segir að einn af nánustu ráðgjöfum Baugs, sem hún vill ekki nafngreina, hafi reynt ítrekað að koma á fundi með Jóni Ásgeiri og Davíð Oddssyni.

Svo virðist sem Jón Ásgeir hafi viljað grafa stríðsöxina en í pósti sem ráðgjafinn sendi á Jónínu segir:

„Það gengur ekki að framámenn í íslensku atvinnulífi og forystumenn í Sjálfstæðisflokknum séu að vega hver að öðrum."

Jónína er hispurslaus í frásögn sinni. Myndin er tekin eftir vitnaleiðslur í Baugsmálinu.

Samskiptin fóru í gegnum þáverandi aðstoðarmann Davíðs, Illuga Gunnarsson. Svarið var alltaf á sömu leið; Davíð hafði engan áhuga á að hitta Jón.

Í pósti nafnlausa sáttasemjarans kemur fram að Hannes Hólmsteinn hafi hinsvegar fundað með Jóni Ásgeiri. Og það sem meira er þá virðist sá fundur virðist hafa verið uppbyggilegur samkvæmt Jónínu.

Svo virðist þó ekki hafa verið þegar Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, hitti Baugsmenn samkvæmt pósti sem hann sendi Jónínu.

Þar segir hann:

„Mér finnst margt gott um.... og hann er á ýmsan hátt sniðugur, en maður, sem leiðir Gunnar Smára í hásæti í fjölmiðlum og heldur, að skynsemi og góðvild fái að ráða, er ekki mjög glöggur á alla hluti."

Þess má geta að Gunnar Smári var á þessum tíma starfandi hjá 365 miðlum. Það virðist hafa verið sem eitur í beinum Björns.

Leiðrétting. Í fyrstu sagði frá því að Björn hefði fundað með Jóni Ásgeiri. Það er ekki rétt, hann fundaði með astoðarmanni hans og öðrum Baugsmönnum. Í kjölfarið ritaði hann póstinn til Jónínu. Það var höfundur bókarinnar, Sölvi Tryggvason, sem fjarlægði nafn aðstoðarmannsins úr tölvupósti Björns sem er birtur í bók Jónínu. Beðist er velvirðingar á þessu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×