Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2015 10:24 Björk Vilhelmsdóttir og Sveinn Rúnar Hauksson. Vísir/Vilhelm Þegar Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ræddi innbyggða „veikleikavæðingu“ í Föstudagsviðtalinu við Fréttablaðið olli hún ekki aðeins titringi í röðum Samfylkingarinnar heldur einnig inni á heimili sínu. Eiginmaður Bjarkar, Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, segist á Facebook ekki vera sammála skoðun eiginkonu sinnar.Sjá einnig: Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Ummæli Bjarkar sem vöktu svo mikla eftirtekt og komu illa á þá sem byggja sína pólitík á sterku samtryggingarkerfi voru eftirfarandi: „Og það má alveg hafa það eftir mér, það er veikleikavæðing innan velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur fengið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjölmiðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“Hver einstaklingur hafi grunnlaun til framfærslu Sveinn Rúnar segir það vera grundvallaratriði hjá sér að hver einstaklingur hafi grunnlaun til framfærslu. „Hvort sem atvinnuleysi, sjúkdómur eða örorka herja á eða þá að viðkomandi er í SVE, samtökum vinnufælinna einstaklinga. Svipan á ekki við, í formi skerðinga á félagsbótum, til að fá fólk í vinnu. Ég skil Björk vel og veit að hún meinar vel. En aðlöðun verður að duga, því að ekki verður fólk látið eta það sem úti frýs. Eða hvað?“ Sveinn útskýrir þennan ágreining í athugasemd við skrif sín, sem hefur verið uppi á heimili hans og annar staðar í samfélaginu sem varðar það hvort félagsráðgjafar og þjónustumiðstöðvar eigi að fá rétt til að neita fólki um eða skerða grunnframfærslu til einstaklinga sem neita vinnu, þó það sé að vinnufært að mati félagsráðgjafa.Einstaklingarnir þeir sem geta fullyrt um vinnufærni „Mín skoðun sem læknis, sem iðulega þarf að gefa út vottorð um óvinnufærni (og stundum vinnufærni), er sú að sá sem endanlega getur fullyrt um vinnufærni eða ekki, er viðkomandi sjálfur. Ekki læknirinn eða félagsráðgjafinn,“ skrifar Sveinn. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki bara skotinn í þessari konu, heldur líka talsvert montinn af henni. Líka þótt ég sé...Posted by Sveinn Runar Hauksson on Friday, September 11, 2015 Tengdar fréttir Bjóða vinnufærum starf í stað aðstoðar Tæplega fjörutíu prósent færri þiggja fjárhagsaðstoð í Hafnarfjarðarbæ eftir aðstoðin varð skilyrt. Nýtt vinnulag hefur sparað yfir 70 milljónir króna. 12. september 2015 07:00 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Þegar Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ræddi innbyggða „veikleikavæðingu“ í Föstudagsviðtalinu við Fréttablaðið olli hún ekki aðeins titringi í röðum Samfylkingarinnar heldur einnig inni á heimili sínu. Eiginmaður Bjarkar, Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, segist á Facebook ekki vera sammála skoðun eiginkonu sinnar.Sjá einnig: Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Ummæli Bjarkar sem vöktu svo mikla eftirtekt og komu illa á þá sem byggja sína pólitík á sterku samtryggingarkerfi voru eftirfarandi: „Og það má alveg hafa það eftir mér, það er veikleikavæðing innan velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur fengið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjölmiðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“Hver einstaklingur hafi grunnlaun til framfærslu Sveinn Rúnar segir það vera grundvallaratriði hjá sér að hver einstaklingur hafi grunnlaun til framfærslu. „Hvort sem atvinnuleysi, sjúkdómur eða örorka herja á eða þá að viðkomandi er í SVE, samtökum vinnufælinna einstaklinga. Svipan á ekki við, í formi skerðinga á félagsbótum, til að fá fólk í vinnu. Ég skil Björk vel og veit að hún meinar vel. En aðlöðun verður að duga, því að ekki verður fólk látið eta það sem úti frýs. Eða hvað?“ Sveinn útskýrir þennan ágreining í athugasemd við skrif sín, sem hefur verið uppi á heimili hans og annar staðar í samfélaginu sem varðar það hvort félagsráðgjafar og þjónustumiðstöðvar eigi að fá rétt til að neita fólki um eða skerða grunnframfærslu til einstaklinga sem neita vinnu, þó það sé að vinnufært að mati félagsráðgjafa.Einstaklingarnir þeir sem geta fullyrt um vinnufærni „Mín skoðun sem læknis, sem iðulega þarf að gefa út vottorð um óvinnufærni (og stundum vinnufærni), er sú að sá sem endanlega getur fullyrt um vinnufærni eða ekki, er viðkomandi sjálfur. Ekki læknirinn eða félagsráðgjafinn,“ skrifar Sveinn. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki bara skotinn í þessari konu, heldur líka talsvert montinn af henni. Líka þótt ég sé...Posted by Sveinn Runar Hauksson on Friday, September 11, 2015
Tengdar fréttir Bjóða vinnufærum starf í stað aðstoðar Tæplega fjörutíu prósent færri þiggja fjárhagsaðstoð í Hafnarfjarðarbæ eftir aðstoðin varð skilyrt. Nýtt vinnulag hefur sparað yfir 70 milljónir króna. 12. september 2015 07:00 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Bjóða vinnufærum starf í stað aðstoðar Tæplega fjörutíu prósent færri þiggja fjárhagsaðstoð í Hafnarfjarðarbæ eftir aðstoðin varð skilyrt. Nýtt vinnulag hefur sparað yfir 70 milljónir króna. 12. september 2015 07:00
Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00