Björgvin Páll lokađi markinu gegn Hannover Burgdorf

 
Handbolti
19:52 19. MARS 2016
Björgvin Páll var frábćr í dag.
Björgvin Páll var frábćr í dag. VÍSIR/AFP

Bergrischer vann góðan þriggja marka sigur, 24-21, á Hannover Burgdorf í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Íslendingarnir voru að gera flotta hluti í leiknum.

Það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik og staðan var 9-7 í hálfleik, Bergrischer í vil, en Bergrischer vann að lokum þriggja marka sigur, 24-21.

Rúnar Kárason skoraði sex mörk fyrir Hannover, en Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt fyrir Bergrischer. Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í markinu og var með um 45% markvörslu.

Bergrischer kom sér upp úr fallsæti og rúmlega það með sigrinum, en Hannover situr um miðja deild.

Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði eitt mark þegar Eisenach steinlá fyrir Leipzig, 34-25. Ólafur skaut tveimur skotum að markinu, en Eisenach er í sextánda sætinu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Björgvin Páll lokađi markinu gegn Hannover Burgdorf
Fara efst