Innlent

Björgvin mættur á Vog

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
"Surrender to survive, segja þeir á fundunum í US,“ segir Björgvin og þakkar fyrir stuðning og kveðjur síðustu daga.
"Surrender to survive, segja þeir á fundunum í US,“ segir Björgvin og þakkar fyrir stuðning og kveðjur síðustu daga. Vísir/Vilhelm/GVA
„Dagur 0 er hann kallaður þegar stigið er inn í ljósið og vanmáttur viðurkenndur,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og þingmaður Samfylkingar. Björgvin dró sér sem kunnugt er fé í starfi sveitarstjóra Ásahrepps og lét í kjölfarið af störfum.

Björgvin sagði í kjölfarið viðurkenna að hafa ekki farið að reglum um útgjöld í starfi sínu og sagðist í kjölfarið ætla í áfengismeðferð.

„„Hluta þess sem nú er orðið að fréttaefni má vitaskuld rekja til dómgreindarbrests sem stafar án efa af viðvarandi og óhóflegri áfengisneyslu um nokkurra missera skeið. Ég hafði ákveðið að leita aðstoðar á göngudeild þar sem ég hafði óskað eftir meðferð og hugðist sinna vinnu meðfram því, en eftir áföll síðustu daga er mér ljóst að ég þarf meiri hjálpar við.“

Björgvin segir í færslu á Facebook vonast til þess að margir góðir dagar séu framundan.

„Surrender to survive, segja þeir á fundunum í US,“ segir Björgvin og þakkar fyrir stuðning og kveðjur síðustu daga.

„Þið passið mitt fólk á meðan. Sjáumst brátt í sól og bata.“


Tengdar fréttir

Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi

Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×