Björgunarsveitir enn að störfum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. nóvember 2012 12:09 Björgunarsveitarmenn eru enn að störfum vegna aftakaverðursins sem gengið hefur yfir landið. Á sjötta hundrað hjálparbeiðnir hafa borist björgunarsveitum. Útlit er fyrir hvassviðri og storm á landinu öllu í dag. Um þrjátíu björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum í morgun. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir er upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hún segir björgunarsveitarmenn enn að störfum. Þeir hafa í morgun verið að vinna á Akranesi og á Akureyri en töluvert hafi róast síðan í gær. Útköllum björgunarsveita tók að fækka í gærkvöldi en björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu sinntu tíu útköllum í nótt. Þá var björgunarsveitin Gerpir á Norðfirði kölluð út rétt fyrir miðnætti vegna bíls sem fór út af í Oddskarði og Björgunarfélag Akraness á þriðja tímanum í nótt vegna gestahúss sem var að fjúka. Nokkur hætta skapaðist þegar þakplötur tóku að losna af stórri skemmu á Esjumelum í gærkvöldi. Óttast var að þær myndu dreifast yfir Vesturlandsveginn og Leirvogstunguhverfið í Mosfellsbæ og voru íbúar þar því beðnir um að vera ekki á ferli. Um fimm hundruð og fimmtíu aðstoðarbeiðnir hafa borist björgunarsveitunum vegna óveðursins. Ólöf segir það með því mesta sem sést hafi. Þá voru hátt í tvö hundruð og fimmtíu björgunarsveitarmenn að störfum þegar mest var í gær. Flest voru verkefnin á stór Reykjavíkursvæðinu og en ástandið var einnig erfitt undir Eyjafjöllum. Ólöf segir óvenju margar tilkynningar hafa borist um slys á fólki í fárviðrinu í gær en ríflega fjörtíu manns leituðu á slysadeild Landspítalans eftir að hafa fokið um koll. Hún segir hættulegt ástand hafa myndast við nokkrar stórar byggingar í Reykjavík líkt og Höfðatorgið. Ég velti því nú fyrir mér hvort að við Íslendingar þurfum ekki að fara að horfa aðeins meira í veðrið þegar að við byggjum," segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Ég meina við byggjum traust og góð hús en við ættum að skoða vindinn aðeins meira. Við sáum það í gær að það eru ákveðnir staðir í borginni sem að geta bara hreinlega verið hættulegir út af þessum sviptivindum sem að myndast af byggingum í svona veðri. Kannski væri fyrsta skrefið að kortleggja þá þannig að við vitum hvar við eigum að vara okkur" Allt innanlandsflug liggur niðri en skoðað verður eftir klukkan eitt hvenær hægt verður að fljúga. Veðrið hefur þó ekki áhrif Herjólf sem siglir í dag á milli Vestmannaeyja og Landeyjarhafnar. Veðrið hefur nokkuð skánað frá því í gær en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður áfram hvassviðri og stormur á landinu öllu í dag. Veðrið fer svo að ganga smá saman niður í kvöld og í nótt. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Björgunarsveitarmenn eru enn að störfum vegna aftakaverðursins sem gengið hefur yfir landið. Á sjötta hundrað hjálparbeiðnir hafa borist björgunarsveitum. Útlit er fyrir hvassviðri og storm á landinu öllu í dag. Um þrjátíu björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum í morgun. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir er upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hún segir björgunarsveitarmenn enn að störfum. Þeir hafa í morgun verið að vinna á Akranesi og á Akureyri en töluvert hafi róast síðan í gær. Útköllum björgunarsveita tók að fækka í gærkvöldi en björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu sinntu tíu útköllum í nótt. Þá var björgunarsveitin Gerpir á Norðfirði kölluð út rétt fyrir miðnætti vegna bíls sem fór út af í Oddskarði og Björgunarfélag Akraness á þriðja tímanum í nótt vegna gestahúss sem var að fjúka. Nokkur hætta skapaðist þegar þakplötur tóku að losna af stórri skemmu á Esjumelum í gærkvöldi. Óttast var að þær myndu dreifast yfir Vesturlandsveginn og Leirvogstunguhverfið í Mosfellsbæ og voru íbúar þar því beðnir um að vera ekki á ferli. Um fimm hundruð og fimmtíu aðstoðarbeiðnir hafa borist björgunarsveitunum vegna óveðursins. Ólöf segir það með því mesta sem sést hafi. Þá voru hátt í tvö hundruð og fimmtíu björgunarsveitarmenn að störfum þegar mest var í gær. Flest voru verkefnin á stór Reykjavíkursvæðinu og en ástandið var einnig erfitt undir Eyjafjöllum. Ólöf segir óvenju margar tilkynningar hafa borist um slys á fólki í fárviðrinu í gær en ríflega fjörtíu manns leituðu á slysadeild Landspítalans eftir að hafa fokið um koll. Hún segir hættulegt ástand hafa myndast við nokkrar stórar byggingar í Reykjavík líkt og Höfðatorgið. Ég velti því nú fyrir mér hvort að við Íslendingar þurfum ekki að fara að horfa aðeins meira í veðrið þegar að við byggjum," segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Ég meina við byggjum traust og góð hús en við ættum að skoða vindinn aðeins meira. Við sáum það í gær að það eru ákveðnir staðir í borginni sem að geta bara hreinlega verið hættulegir út af þessum sviptivindum sem að myndast af byggingum í svona veðri. Kannski væri fyrsta skrefið að kortleggja þá þannig að við vitum hvar við eigum að vara okkur" Allt innanlandsflug liggur niðri en skoðað verður eftir klukkan eitt hvenær hægt verður að fljúga. Veðrið hefur þó ekki áhrif Herjólf sem siglir í dag á milli Vestmannaeyja og Landeyjarhafnar. Veðrið hefur nokkuð skánað frá því í gær en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður áfram hvassviðri og stormur á landinu öllu í dag. Veðrið fer svo að ganga smá saman niður í kvöld og í nótt.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira