Innlent

Björguðu túristum á meðan kirkjuklukkurnar hringdu inn jólin

Kolbeinn TUmi Daðason skrifar
Húnamenn björguðu að sjálfsögðu málunum á meðan landsmenn flestir gæddu sér á jólasteikinni í faðmi fjölskyldunnar.
Húnamenn björguðu að sjálfsögðu málunum á meðan landsmenn flestir gæddu sér á jólasteikinni í faðmi fjölskyldunnar. Af heimasíðu Húna
Liðsmenn Björgunarsveitarinnar Húnar á Hvammstanga er alltaf á vaktinni eins og sást berlega í gær þegar félagar í sveitinni fengu útkallsboðun klukkan sex í gær, aðfangadag.

Ferðalangar frá Suður-Kóreu höfðu fest sig á Holtavörðuheiði og fóru liðsmenn á bílnum Húna 1 frá Hvammstanga og til móts við fólkið. Húnamenn björguðu að sjálfsögðu málunum á meðan landsmenn flestir gæddu sér á jólasteikinni í faðmi fjölskyldunnar.

Björgunarsveitin á Dalvík sinnti einnig útkalli í gærkvöldi og fram á jólanótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×