Innlent

Björguðu togara sem var að slitna frá bryggju

Björgunarsveitin á Dalvík hefur haft í nægu að snúast í gær og dag. Hún hefur komið heilbrigðistarfsmönnum til vinnu, aðstoðað togara sem var að slitna frá bryggju, dregið upp fjöldann allann af bílum og verið í alhliðabrasi í allann dag.

Á fjórða tug hjálparbeiðna hefur borist enda veður snælduvitlaust á Dalvík og sér ekki á milli húsa. Skaflar eru 3-4 metrar á hæð á götum og allar götur kolófærar.

Í hádeginu stendur svo til að keyra skólabörnum heim og koma mat í stofnanirnar hérna. Samherji hf bauð svo sveitinni í heild sinni í hádegismat í stund á milli stríða.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×