Bjóða útlendar IP tölur sem nota má til að hala niður frá efnisveitum Valur Grettisson skrifar 25. október 2013 08:00 Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka rétthafa myndefnis á Íslandi. Fréttablaðið/Anton „Á Lúxusnetinu fær viðskiptavinur erlenda IP tölu sem þýðir að hann á þess kost að komast inn á erlendar síður sem eru lokaðar fyrir IP tölum frá öðrum ríkjum,“ segir í skriflegu svari framkvæmdastjóra símafyrirtækisins Tals til Fréttablaðsins. Fyrirtækið býður upp á svokallað Lúxusnet Tals sem gerir viðskiptavinum kleift að nálgast efnisveitur eins og Netflix og Hulu hér á landi. Samtök myndréttarhafa á Íslandi, Smáís, segja þjónustuna klárt brot á lögum um höfundarrétt. Þjónustan snýst um að útvega íslenskum viðskiptavinum erlendar IP tölur. Ef viðkomandi er með íslenska IP tölu þá getur hann ekki nálgast þjónustu Netflix og Hulu, sem eru erlendar efnisveitur og bjóða upp á kvikmyndir og þætti. Ástæðan fyrir því að ekki er hægt að nálgast slíkar efnisveitur vegna laga um höfundarrétt. Í svari framkvæmdastjóra Tals, Petreu Ingileifar Guðmundsdóttur, segir að Tal bjóði aðeins upp á tæknilegar lausnir svo viðskiptavinir geti nálgast veiturnar. „Notkun á erlendum efnisveitum og heimasíðum er alltaf á ábyrgð viðskiptavinar,“ segir Petra og varpar þannig ábyrgðinni af fyrirtækinu. „Þessi rök halda ekki, hvorki siðferðislega né lagalega að okkar mati. Í raun eru þetta nákvæmlega sömu röksemdarfærslurnar og við heyrum varðandi torrent-síðurnar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Smáís, um þjónustu Tals. „Við munum að sjálfsögðu reyna að komast í samband við Tal vegna þessa,“ segir Snæbjörn en aðspurður hvort það komi til greina að kæra fyrirtækið til lögreglu svarar hann: „Það er alltaf síðasta úrræðið.“ Aðspurð hvort neytendur verði varaðir sérstaklega við því að þeir séu að brjóta lög bæði hér á landi og í Bandaríkjunum, með því að gerast áskrifandi að Netflix og Hulu, svarar Petrea: „Með aðgengi að efnisveitum eins og Hulu og Netflix eru viðskiptavinir að gera samning við þessa aðila og greiða fyrir það.“ Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
„Á Lúxusnetinu fær viðskiptavinur erlenda IP tölu sem þýðir að hann á þess kost að komast inn á erlendar síður sem eru lokaðar fyrir IP tölum frá öðrum ríkjum,“ segir í skriflegu svari framkvæmdastjóra símafyrirtækisins Tals til Fréttablaðsins. Fyrirtækið býður upp á svokallað Lúxusnet Tals sem gerir viðskiptavinum kleift að nálgast efnisveitur eins og Netflix og Hulu hér á landi. Samtök myndréttarhafa á Íslandi, Smáís, segja þjónustuna klárt brot á lögum um höfundarrétt. Þjónustan snýst um að útvega íslenskum viðskiptavinum erlendar IP tölur. Ef viðkomandi er með íslenska IP tölu þá getur hann ekki nálgast þjónustu Netflix og Hulu, sem eru erlendar efnisveitur og bjóða upp á kvikmyndir og þætti. Ástæðan fyrir því að ekki er hægt að nálgast slíkar efnisveitur vegna laga um höfundarrétt. Í svari framkvæmdastjóra Tals, Petreu Ingileifar Guðmundsdóttur, segir að Tal bjóði aðeins upp á tæknilegar lausnir svo viðskiptavinir geti nálgast veiturnar. „Notkun á erlendum efnisveitum og heimasíðum er alltaf á ábyrgð viðskiptavinar,“ segir Petra og varpar þannig ábyrgðinni af fyrirtækinu. „Þessi rök halda ekki, hvorki siðferðislega né lagalega að okkar mati. Í raun eru þetta nákvæmlega sömu röksemdarfærslurnar og við heyrum varðandi torrent-síðurnar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Smáís, um þjónustu Tals. „Við munum að sjálfsögðu reyna að komast í samband við Tal vegna þessa,“ segir Snæbjörn en aðspurður hvort það komi til greina að kæra fyrirtækið til lögreglu svarar hann: „Það er alltaf síðasta úrræðið.“ Aðspurð hvort neytendur verði varaðir sérstaklega við því að þeir séu að brjóta lög bæði hér á landi og í Bandaríkjunum, með því að gerast áskrifandi að Netflix og Hulu, svarar Petrea: „Með aðgengi að efnisveitum eins og Hulu og Netflix eru viðskiptavinir að gera samning við þessa aðila og greiða fyrir það.“
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira