Bjóða útlendar IP tölur sem nota má til að hala niður frá efnisveitum Valur Grettisson skrifar 25. október 2013 08:00 Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka rétthafa myndefnis á Íslandi. Fréttablaðið/Anton „Á Lúxusnetinu fær viðskiptavinur erlenda IP tölu sem þýðir að hann á þess kost að komast inn á erlendar síður sem eru lokaðar fyrir IP tölum frá öðrum ríkjum,“ segir í skriflegu svari framkvæmdastjóra símafyrirtækisins Tals til Fréttablaðsins. Fyrirtækið býður upp á svokallað Lúxusnet Tals sem gerir viðskiptavinum kleift að nálgast efnisveitur eins og Netflix og Hulu hér á landi. Samtök myndréttarhafa á Íslandi, Smáís, segja þjónustuna klárt brot á lögum um höfundarrétt. Þjónustan snýst um að útvega íslenskum viðskiptavinum erlendar IP tölur. Ef viðkomandi er með íslenska IP tölu þá getur hann ekki nálgast þjónustu Netflix og Hulu, sem eru erlendar efnisveitur og bjóða upp á kvikmyndir og þætti. Ástæðan fyrir því að ekki er hægt að nálgast slíkar efnisveitur vegna laga um höfundarrétt. Í svari framkvæmdastjóra Tals, Petreu Ingileifar Guðmundsdóttur, segir að Tal bjóði aðeins upp á tæknilegar lausnir svo viðskiptavinir geti nálgast veiturnar. „Notkun á erlendum efnisveitum og heimasíðum er alltaf á ábyrgð viðskiptavinar,“ segir Petra og varpar þannig ábyrgðinni af fyrirtækinu. „Þessi rök halda ekki, hvorki siðferðislega né lagalega að okkar mati. Í raun eru þetta nákvæmlega sömu röksemdarfærslurnar og við heyrum varðandi torrent-síðurnar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Smáís, um þjónustu Tals. „Við munum að sjálfsögðu reyna að komast í samband við Tal vegna þessa,“ segir Snæbjörn en aðspurður hvort það komi til greina að kæra fyrirtækið til lögreglu svarar hann: „Það er alltaf síðasta úrræðið.“ Aðspurð hvort neytendur verði varaðir sérstaklega við því að þeir séu að brjóta lög bæði hér á landi og í Bandaríkjunum, með því að gerast áskrifandi að Netflix og Hulu, svarar Petrea: „Með aðgengi að efnisveitum eins og Hulu og Netflix eru viðskiptavinir að gera samning við þessa aðila og greiða fyrir það.“ Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Sjá meira
„Á Lúxusnetinu fær viðskiptavinur erlenda IP tölu sem þýðir að hann á þess kost að komast inn á erlendar síður sem eru lokaðar fyrir IP tölum frá öðrum ríkjum,“ segir í skriflegu svari framkvæmdastjóra símafyrirtækisins Tals til Fréttablaðsins. Fyrirtækið býður upp á svokallað Lúxusnet Tals sem gerir viðskiptavinum kleift að nálgast efnisveitur eins og Netflix og Hulu hér á landi. Samtök myndréttarhafa á Íslandi, Smáís, segja þjónustuna klárt brot á lögum um höfundarrétt. Þjónustan snýst um að útvega íslenskum viðskiptavinum erlendar IP tölur. Ef viðkomandi er með íslenska IP tölu þá getur hann ekki nálgast þjónustu Netflix og Hulu, sem eru erlendar efnisveitur og bjóða upp á kvikmyndir og þætti. Ástæðan fyrir því að ekki er hægt að nálgast slíkar efnisveitur vegna laga um höfundarrétt. Í svari framkvæmdastjóra Tals, Petreu Ingileifar Guðmundsdóttur, segir að Tal bjóði aðeins upp á tæknilegar lausnir svo viðskiptavinir geti nálgast veiturnar. „Notkun á erlendum efnisveitum og heimasíðum er alltaf á ábyrgð viðskiptavinar,“ segir Petra og varpar þannig ábyrgðinni af fyrirtækinu. „Þessi rök halda ekki, hvorki siðferðislega né lagalega að okkar mati. Í raun eru þetta nákvæmlega sömu röksemdarfærslurnar og við heyrum varðandi torrent-síðurnar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Smáís, um þjónustu Tals. „Við munum að sjálfsögðu reyna að komast í samband við Tal vegna þessa,“ segir Snæbjörn en aðspurður hvort það komi til greina að kæra fyrirtækið til lögreglu svarar hann: „Það er alltaf síðasta úrræðið.“ Aðspurð hvort neytendur verði varaðir sérstaklega við því að þeir séu að brjóta lög bæði hér á landi og í Bandaríkjunum, með því að gerast áskrifandi að Netflix og Hulu, svarar Petrea: „Með aðgengi að efnisveitum eins og Hulu og Netflix eru viðskiptavinir að gera samning við þessa aðila og greiða fyrir það.“
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Sjá meira