Innlent

Bjarni og Hanna Birna vilja ekki svara

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson
hanna birna kristjánsdóttir
Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir, formannsframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins, hafna því að svara spurningalista sem Fréttablaðið sendi þeim. Aðstoðarfólk þeirra hafði samráð sín á milli um að svara ekki spurningunum. Hér á eftir fara spurningarnar sem frambjóðendurnir svöruðu ekki:

1. Er krónan nothæfur gjaldmiðill eða er rétt að stefna að upptöku annars gjaldmiðils? Hver eru rökin fyrir því?

2. Hver er afstaða þín til kaupbeiðni kínverska fjárfestisins Nubos á Grímsstöðum á Fjöllum?

3. Styður þú hugmyndir um Vaðlaheiðargöng og þá fjármögnunarleið sem þar á að fara?

4. Er þörf á að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og þá hvernig?

5. Hefur verið of langt gengið í niðurskurði heilbrigðiskerfisins? Hefði verið hægt að standa öðruvísi að málum?

6. Fjölmörg fyrirtæki eru í fangi bankanna. Er nægilega vel unnið úr þeim málum og hvernig vildir þú hátta þeim?

7. Á að ganga lengra í að koma til móts við skuldug heimili og fyrirtæki og þá hvernig?

8. Er þörf á breytingum á stjórnarskrá Íslands? Ef svo, hvaða breytingar eru brýnastar?

9. Með hvaða flokki/flokkum vilt þú að Sjálfstæðisflokkurinn starfi eftir kosningar? Eru einhverjir flokkar sem Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að vinna með? Vinsamlegast nefnið ákveðna flokka.

10. Gerði Sjálfstæðisflokkurinn einhver mistök í landsstjórninni sem leiddu til hrunsins og þá hver?

11. Hyggst þú breyta innra starfi og starfsháttum flokksins?

- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×