Bjarni eftir fundinn með forseta: Ekki með viðmælendur til að mynda meirihlutastjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 17:48 Bjarni á Bessastöðum í dag. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastöðum klukkan 17 í dag í kjölfar þess að Bjarni sleit stjórnarviðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn. Bjarni ræddi við fjölmiðlamenn eftir fundinn með forseta. Hann sagði að hann hefði greint forsetanum frá því að slitnað hefði upp úr viðræðunum. „Mér leist þannig á miðað við þau málefni sem enn voru uppi og þennan tæpa meirihluta að þetta væri ekki ríkisstjórn sem ég teldi á vetur setjandi sem var þarna í burðarliðnum,“ sagði Bjarni. Hann sagði ekki gott að segja hvað gerist næst. „Það má að vissu leyti segja að næstu skref séu í höndum forsetans.“„Staðan er í uppnámi“ Aðspurður hvort hann væri enn með stjórnarmyndunarumboðið sagði Bjarni: „Ja, þar til annar fær það má kannski halda því fram. Ég er ekki með viðmælendur í augnablikinu til að mynda meirihlutastjórn þannig að af því leiðir að staðan er í uppnámi.“ Bjarni sagði að það yrði að koma í ljós hvort að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, myndi vilja ræða við hann um myndun ríkisstjórnar. Hann staðfesti að hann hefði rætt við Katrínu í dag en fór ekki nánar út í hvað þeim fór á milli. Bjarni kvaðst einnig hafa rætt við Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, en þeir voru á ríkisstjórnarfundi í dag. Þá sagði Bjarni að það kunni vel að vera að forsetinn veiti öðrum umboðið til stjórnarmyndunar. Aðspurður sagði hann það jafnframt vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn. „Mér finnst of mikið af kreddum í umræðunni og menn of fastir í skotgröfum og ekki tilbúnir að sýna sveigjanleika.“ Bjarni sagði það einnig nokkuð mótsagnakennt að svo erfiðlega gangi að mynda ríkisstjórn, sérstaklega þegar staðan hér á landi er eins góð og nú, og vísaði hann til efnahagslegra aðstæðna. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastöðum klukkan 17 í dag í kjölfar þess að Bjarni sleit stjórnarviðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn. Bjarni ræddi við fjölmiðlamenn eftir fundinn með forseta. Hann sagði að hann hefði greint forsetanum frá því að slitnað hefði upp úr viðræðunum. „Mér leist þannig á miðað við þau málefni sem enn voru uppi og þennan tæpa meirihluta að þetta væri ekki ríkisstjórn sem ég teldi á vetur setjandi sem var þarna í burðarliðnum,“ sagði Bjarni. Hann sagði ekki gott að segja hvað gerist næst. „Það má að vissu leyti segja að næstu skref séu í höndum forsetans.“„Staðan er í uppnámi“ Aðspurður hvort hann væri enn með stjórnarmyndunarumboðið sagði Bjarni: „Ja, þar til annar fær það má kannski halda því fram. Ég er ekki með viðmælendur í augnablikinu til að mynda meirihlutastjórn þannig að af því leiðir að staðan er í uppnámi.“ Bjarni sagði að það yrði að koma í ljós hvort að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, myndi vilja ræða við hann um myndun ríkisstjórnar. Hann staðfesti að hann hefði rætt við Katrínu í dag en fór ekki nánar út í hvað þeim fór á milli. Bjarni kvaðst einnig hafa rætt við Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, en þeir voru á ríkisstjórnarfundi í dag. Þá sagði Bjarni að það kunni vel að vera að forsetinn veiti öðrum umboðið til stjórnarmyndunar. Aðspurður sagði hann það jafnframt vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn. „Mér finnst of mikið af kreddum í umræðunni og menn of fastir í skotgröfum og ekki tilbúnir að sýna sveigjanleika.“ Bjarni sagði það einnig nokkuð mótsagnakennt að svo erfiðlega gangi að mynda ríkisstjórn, sérstaklega þegar staðan hér á landi er eins góð og nú, og vísaði hann til efnahagslegra aðstæðna.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38
Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59