Innlent

Bjarni Ben: Þetta er ekki áfall fyrir mig

Bjarni Benediktsson stuttu eftir að niðurstöðu úr atkvæðagreiðslunni lágu fyrir á Alþingi í dag.
Bjarni Benediktsson stuttu eftir að niðurstöðu úr atkvæðagreiðslunni lágu fyrir á Alþingi í dag. mynd/valli
„Ég gerði mér fyrir því að það hafi verið mikil átök bakvið tjöldin. Flokksfélög hafa verið að álykta um þessi mál og þingmenn hafa verið settir undir mikinn þrýsting," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og flutningsmaður tillögu um að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde.

Frávísunartillaga var samþykkt á morgun með 33 atkvæðum gegn 27. Landsdómsmálið heldur því áfram en aðalmeðferð í því hefst á mánudaginn.

Bjarni segir að margir þeir sem greiddu atkvæði í dag hafi verið með líf ríkisstjórnarinnar í huga. „Þetta er ekki áfall fyrir mig, lang langt í frá. Þetta er áfall yfir meðferð ákæruvaldsins í landinu og virðingu fyrir grundvallar mannréttindum," segir Bjarni í samtali við fréttastofu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×