Bjarni Ben: Ekki minni fjárfestingar síðan 1944 - hækkun skatta glapræði 11. ágúst 2011 12:01 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins Mynd úr safni Formaður Sjálfstæðisflokksins segir fjárfestingar hér á landi ekki hafa verið minni í sextíu og sjö ár eða frá lýðveldisstofnun. Því telur hann brýnt að ráðist verði í augljósar fjárfestingar sem allra fyrst. Hann segir algjört glapræði að ætla að hækka skatta ennfrekar. Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins líst illa á hugmyndir ríkisstjórnarinnar um skattahækkanir til þess að stoppa upp í fjárlagagatið en segir þær þó ekki koma á óvart. „Þessi ríkisstjórn hefur ekki fundið upp á neinu öðru en að halda áfram að hækka skatta. Við erum komin í einskonar vítahring skattahækkana og frekari niðurskurðar þegar lausnin er svo augljóslega fólgin í því að koma af stað nýrri fjárfestingu, virkja orkuna og grípa þau tækifæri sem þar eru, skapa ró um sjávarútveginn og þau störf sem þar eru. Og koma hagvexti í gang, það er lykilatriði fyrir okkur íslendinga til þess að brjótast út úr þessari niðursveiflu sem við höfum verið að glíma við," segir Bjarni. Bjarni bendir á að fjárfestingar hér á landi hafi ekki verið minni í 67 ár, eða frá lýðveldsstofnun. Hann segir ennfremur að ekki sé meirihluti hjá ríkisstjórnarflokkunum fyrir því að fara í jafn sjálfsagða virkjanakosti og Neðri Þjórsá. „Það hafa komið yfirlýsingar frá þingmönnum Vinstri grænna um að þeir styðji ekki slíkar augljósar framkvæmdir. Þannig að á meðan við erum með Ríkisstjórn sem ekki grípur augljósustu tækifærin til þess að skapa ný verðmæti og auknar tekjur fyrir þjóðarbúið þá lendum við í þessum vítahring sívaxandi skattastigs og niðurskurðar." Lilja Mósesdóttir þingmaður viðraði hugmyndir um 10% skattahækkanir á útflutningsverðmæti um helgina, og sagði það geta skilað allt að 80 milljörðum í ríkissjóð. „Til þess að drífa hagvöxt þurfum við fjárfestingu og menn munu ekki fjárfesta í greinum þar sem verið er að hræra í skattastiginu endalaust og auka álögurnar. Við eigum að fagna því að vel gangi hjá útflutningsfyrirtækjunum og styðja við þá þróun. Við eigum að finna fleiri tækifæri í útflutningi til þess að fleiri geti ráðið til sín fólk, borgað þeim góð laun og skapað þjóðarbúinu gjaldeyristekjur. En að láta sér detta það í hug núna við þessar aðstæður að stöðva við þá þróun og taka meira af því fé til þess að standa undir þessu stefnuleysi ríkisstjórnarinnar er algjört glapræði,“ segir Bjarni að lokum. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir fjárfestingar hér á landi ekki hafa verið minni í sextíu og sjö ár eða frá lýðveldisstofnun. Því telur hann brýnt að ráðist verði í augljósar fjárfestingar sem allra fyrst. Hann segir algjört glapræði að ætla að hækka skatta ennfrekar. Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins líst illa á hugmyndir ríkisstjórnarinnar um skattahækkanir til þess að stoppa upp í fjárlagagatið en segir þær þó ekki koma á óvart. „Þessi ríkisstjórn hefur ekki fundið upp á neinu öðru en að halda áfram að hækka skatta. Við erum komin í einskonar vítahring skattahækkana og frekari niðurskurðar þegar lausnin er svo augljóslega fólgin í því að koma af stað nýrri fjárfestingu, virkja orkuna og grípa þau tækifæri sem þar eru, skapa ró um sjávarútveginn og þau störf sem þar eru. Og koma hagvexti í gang, það er lykilatriði fyrir okkur íslendinga til þess að brjótast út úr þessari niðursveiflu sem við höfum verið að glíma við," segir Bjarni. Bjarni bendir á að fjárfestingar hér á landi hafi ekki verið minni í 67 ár, eða frá lýðveldsstofnun. Hann segir ennfremur að ekki sé meirihluti hjá ríkisstjórnarflokkunum fyrir því að fara í jafn sjálfsagða virkjanakosti og Neðri Þjórsá. „Það hafa komið yfirlýsingar frá þingmönnum Vinstri grænna um að þeir styðji ekki slíkar augljósar framkvæmdir. Þannig að á meðan við erum með Ríkisstjórn sem ekki grípur augljósustu tækifærin til þess að skapa ný verðmæti og auknar tekjur fyrir þjóðarbúið þá lendum við í þessum vítahring sívaxandi skattastigs og niðurskurðar." Lilja Mósesdóttir þingmaður viðraði hugmyndir um 10% skattahækkanir á útflutningsverðmæti um helgina, og sagði það geta skilað allt að 80 milljörðum í ríkissjóð. „Til þess að drífa hagvöxt þurfum við fjárfestingu og menn munu ekki fjárfesta í greinum þar sem verið er að hræra í skattastiginu endalaust og auka álögurnar. Við eigum að fagna því að vel gangi hjá útflutningsfyrirtækjunum og styðja við þá þróun. Við eigum að finna fleiri tækifæri í útflutningi til þess að fleiri geti ráðið til sín fólk, borgað þeim góð laun og skapað þjóðarbúinu gjaldeyristekjur. En að láta sér detta það í hug núna við þessar aðstæður að stöðva við þá þróun og taka meira af því fé til þess að standa undir þessu stefnuleysi ríkisstjórnarinnar er algjört glapræði,“ segir Bjarni að lokum.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira