Handbolti

Bjarki bjargaði stigi fyrir Berlínarrefina

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Bjarki var hetja Berlínarmanna í dag.
Bjarki var hetja Berlínarmanna í dag. vísir/getty
Bjarki Már Elísson bjargaði stigi fyrir Füsche Berlin í 26-26 jafntefli gegn Gummersbach í dag en fimmta mark hans í leiknum jafnaði metin fyrir Berlínarrefina og reyndist vera síðasta mark leiksins.

Gestirnir frá Berlín byrjuðu leikinn mun betur og náðu þegar mest var sjö marka forskoti í fyrri hálfleik í stöðunni 12-5 en Gummersbach náði að minnka muninn í eitt mark fyrir lok hálfleiksins.

Gummersbach var með frumkvæðið allan seinni hálfleikinn og héldu forskotinu en Berlínarrefirnir neituðu að gefast upp og björguðu að lokum stiginu á lokamínútunni.

Lærisveinar Rúnars Sigtrygssonar sóttu tvö stig til Lemgo í dag en sterkur lokakafli Balingen-Weilstetten skilaði 23-20 sigri.

Staðan var jöfn í hálfleik og var hnífjafnt fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik en lærisveinar Rúnars voru sterkari á lokasprettinum og fögnuðu sigrinum.

Sigurinn þýðir að Balingen er komið upp í þrettánda sæti með níu stig, þremur stigum frá Lemgo í fallsætinu.

Í annarri deildinni í Þýskalandi vann Íslendingaliðið Aue tveggja marka sigur á Empor Rostock á útivelli en þrjú íslensk mörk litu dagsins ljós í leiknum.

Sigtryggur Rúnarsson var með tvö mörk og Bjarki Már Gunnarsson eitt en Árni Þór Sigtryggsson komst ekki á blað.

Úrslit dagsins:

Gummersbach 26-26 Füsche Berlin

Leipzig 30-26 Wetzlar

Lemgo 20-23 Balingen-Weilstetten




Fleiri fréttir

Sjá meira


×